Neglur

Neglur og brúnka júlí 07 033 Það var skorað á mig að sýna glæsilegar, langar negur mínar á síðunni. Einn sagði: þú ert alltof vönd að virðingu þinni til að þora þessu; annar sagði: iss, þú skammast þín innst inni fyrir pjattrófuháttinn; sá þriðji: elskan mín, þú verðu alltaf framkvæmdastjóratypan sem hættir ekki mannorðinu.... En ég spyr, alsæl með fagrar, tígullegar neglurnar: Hvað hafa vel snyrtar neglur með virðingu, skömm og mannorð að gera?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Gód spurning, hvad skyldi zad hafa med hlutina ad gera ...... vel hirrt og snyrt manneskja skarar fram úr eftir ad hún fer frammúr

www.zordis.com, 8.7.2007 kl. 22:11

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

He he...og þess vegna fer ég bara ekkert frammúr eftir að ég nagaði af mér fínu neglurnar sem ég var búin að safna og pússa. En þér eruð glæsileikinn uppmálaður Frú Guðný Anna.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 22:13

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hahaha, skarar frammúr og fer frammúr, er ekki íslenzkan unaðsfrítt tungumál?

Eigi veit nú um glæsileikann og mun það all-afstætt hugtak, en neglur mínar eru allavega ansi hreint vel snyrtar um þessar mundir, enda kostuðu þær formúu!!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.7.2007 kl. 22:26

4 Smámynd: Þorbjörg Ásgeirsdóttir

Rosa flottar neglur - til lukku. Eru þetta þínar "fyrstu" ???.......nú er ekki aftur snúið.

Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 8.7.2007 kl. 22:57

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Nei, þriðju....Ég þarf að láta minnka þær á morgun; get bara ekki - og kann ekki - verið svona mikil örlaga- endemis- dama. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.7.2007 kl. 23:05

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta gæti ég ALDREI. Fæ alveg hrikalega köfnunartilfinningu ef ég naglalakka mig. Er þar af leiðandi sannfærð um að ég anda í gegnum neglurnar. Lungu hvað? Gæti örugglega gefið þau bæði.....

Hrönn Sigurðardóttir, 8.7.2007 kl. 23:38

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hahaha, þú ert alveg met. Ég fæ svona köfnunartilfinningu þegar ég fer í sokkabuxur. Og ekki orð um það meira.....!!!!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.7.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband