Tilgangurinn og umræðan

380879348_96279d255c_s380879473_18a5d9e45a_s380879809_1c387f8f70_s Íslenskar stemmningar eftir Erlu Erlingsdóttur

Samtal við strák um tilgang lífsins í framhaldi af umræðum okkar kvenna um tilgang og tilgangsleysi bloggs og margslungnar mótivasjónar bloggskrifara:

Kubbur: við áum bara að vera hérna so guð hafi eitthvað að gera

Kona: og hvað gerist ef hann hefur ekki nóg að gera?

Kubbur: þá sofnir hann og ætlar aldrei að geta vaknið, hann er svo þreyttur.

Kona: .... en það ekki bara allt í lagi....?

Kubbur: nei, þá fari bara mennirnir að lemja og berja og fari í stríð og svoleiðis

Kona: kippir guð því ekki í lag, þegar hann vaknar?

Kubbur: nei, hann hafir sko ekki nógu margir englar til að hjálpa sér.

Kona: nú, hvar eru allir engl......?

Kubbur grípur frammí:  hey, hey, ég veit, ertu með símanúmerið hjá guði? ég héld að það eru kannski bara útlenskir stafir, geturðu lest það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Ég gæti lesið eða hlustað á mörg svona samtöl!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.7.2007 kl. 07:34

2 Smámynd: www.zordis.com

Svo krúttleg svona orð frá hreinum sálum  

Þegar Zórdís var lítil stúlka sagði hún við ömmuna sína, "amma svo minnkar þú og minnkar þangað til þú deyrð"  Ömmu greyinu svelgdist á kaffisopanum sínum .... og krakkaormurinn fór með vaðstígvéli út í glugga þar sem jólin voru að nálgast!

Ég er að ráðgera vikuskrepp í Ágúst!  Gaman væri að hafa það í nánd við afmæli Frú Gurrí .....

www.zordis.com, 6.7.2007 kl. 09:06

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, börn eru besta fólk.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.7.2007 kl. 11:00

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jeminn eini..ég er einmitt líka að galdra ferðr fyrir mig í amm´lið hennar Gurríar..sá nefninlega fyrir mér í gærkveldi að ég væri bara mætt íhimnaríki og var að borða brauðtertu og frú Guðný anna bauð mér að setjast hjá sér. Pottþétt æfmælið hennar Gurríar..ég er að drepast mig langar svo í brauðtertu og ætla núna að búa mér til eina og vonast til að hitta líka Zordísi hjá Gurrí. Je hvað ég hlakka til..mig hlakkar til Mér hlakkar til?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.7.2007 kl. 13:10

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég hlakka......

Einu sinni fengu börnin mín að gista hjá vini sínum. Þau voru full tilhlökkunar og hoppuðu í sófanum og söngluðu: mér hlakkar svo til, mér hlakkar svo til, mér hlakkar svo til.

Sem ég gekk hjá sagði ég leiðréttandi...."ÉG hlakka svo til......."

Þau horfðu á mig undrandi smástund og sögðu svo: "en þú ert ekki að fara gista hjá Óskari......."

Hrönn Sigurðardóttir, 6.7.2007 kl. 14:50

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er yndislegt.  Ekki síðri var viðbót Hrannar.  Ég fékk einu sinni símanúmerið hjá Guði í andaglasi og hringdi í hann og kom þá í ljós að hann gerir út trillu á Patreksfirði.   Sagði frá þessu á blogginu um daginn.  Það er margt sem hrærist í litlum kollum um lífsins rök.  Þau eru þó kennarar okkar framar því að við séum að kenna þeim.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.7.2007 kl. 00:59

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

 Þetta er ansi gott.

Jens Sigurjónsson, 7.7.2007 kl. 14:49

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, hinztu rök eru börnunum sífellt umhugsunarefni. Verst að eftir að börnin eldast, því meira verður þeim umhugað um peninga og veraldleg gæði....

Afmæli Gurríar verður vinabloggeramót, er það ekki? Hvað ætl´ún segi sjálf við því?

Takk fyrir kommentin, mínir góðu vinir.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.7.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband