Þriðjudagur, 3.7.2007
Meistarinn skrifar um flatneskjuna
Oft varð nú meistaranum tíðrætt um flatneskju í hugsun manna. Í skólatíð hans í Kennaraskóla Íslands, gekk algerlega yfir hann:
Náttúrufræðin, allstór bók á dönsku eftir einhvern Boas, var öll um bein og skinn og hár á dýrum: Skelet, Lændehvirvler, Hjörnetænder, Kindtænder og Knudtænder, Skind og Huder, Dækhaar og Uldhaar, og þannig upp og upp aftur sama hreyfingarlausa þvælan um bein, skinn og hár, hár, skinn og bein, á einum 200 stórum síðum.
Og ég, sem var búinn að kosta peningum upp á mig í þennan skóla til þess að fá að vita eitthvað, er máli skipti, um dýrin, systkini okkar! Ég var hingað kominn í einlæga leit að uppruna þeirra, brann af forvitni að komast eftir, hvað þau væru allt af að hugsa, þráði að vita, hvernig sálin hagaði sér í þeim og hvort hún lifði eftir líkamsdauðann. Og eina svarið sem mér hlotnaðist við þessum síbankandi spurningum þekkingarþrár minnar, var þetta:
De ægte Sæler har et afrundet Hoved med kort Snude, en kort Hals, en plump, tendannet Krop og en kort Hale.
Það var eins og hellt væri úr hlandkopp framan í mig.
Og þegar mig langaði að vita, hvers vegna sum dýr hefðu hófa, en önnur klær, þá var ég yfirþyrmdur með eftirfarandi svari:
Hovdyrene udmærker sig ved at være forsynede med Hove i Steden for Klöer.
,,Ég sat fyrst dolfallinn yfir þessari flatneskju.
(Þessi tilvitnun er úr Ofvitanum, bls. 25-25 í frumútgáfunni.)
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Hahhaha, frábært!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.7.2007 kl. 22:28
Hann er engu líkur!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.7.2007 kl. 01:23
Oh...ég vildi eiga svona tökdu..á reyndar eina gamla leðurtuðru frá ítalíu..þarf bara að láta setja í hana nýjann rennilás. Þær eru einhverra hluta vegna mun krúttlegri svona snjáðar og mikið notaðar...
Tek mynd af hausnum á þórbergi og set inn hjá mér fljótlega ásamt sögunni um hvernig hann varð til.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.7.2007 kl. 12:09
TÖSKU
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.7.2007 kl. 12:10
,,Ég sat fyrst dolfallinn yfir þessari flatneskju.“
Aldeilis frábært. Þú varpar alveg nýju ljósi á Þórberg í mínum huga. Ég hef alltaf sofnað vært yfir bókunum hans. Man enn hvað ég reyndi margar aðferðir, á sínum tíma, til að halda mér vakandi yfir Bréfi til Láru og ekkert gekk.
Kannski ég reyni aftur núna. Hef kannski ekki verið nógu þroskuð þá.
Hrönn Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 00:17
góður, og góðar spurningar sem hann hefur !!!
Ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 14:15
Já, það sem er svo dásamlegt við þessa tösku hans Þórbergs er, hversu margar frumlegar hugsanir á blöðum hún hefur geymt!!
Hrönn mín, þú bara VERÐUR að lesa hann Þórberg, það er nauðsynlegur hluti af því að vera Íslendingur og skilja íslenskan hugsunarhátt - og jafnvel lífið sjálft, - fer eftir hversu djúpt þú kafar. Fátt hafði jafnmikil áhrif á mig í uppvexti og á unglingsárum en skrif Þórbergs.
Takk fyrir góð kommnt, elskurnar mínar.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.7.2007 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.