Mánudagur, 2.7.2007
Meistari Þórbergur
Svar meistara Þórbergs við spurningu um hvort hann telji lífið eftir dauðann skemmtilegt, er stórkostlegt. Ég læt það fylgja hér með:
Nei, ég held það sé leiðinlegt fyrst, fyrir allan þorra manna. Við sofnum burt héðan frá hákarli, hangikjöti, koníakssnafs og uppáferðum og vöknum í ókennilegum heimi, sem hefur ekki neitt af þessu að neinu gagni. Þetta er svona svipað eins og að flytjast úr Suðursveit norður í Angmagssalik. En svo held ég nú birti yfir þessu smátt og smátt, það verður meiri og meiri fegurð í kringum okkur, hákarlinn og hangikjötið gleymast, uppáferðirnar breytast í kynlausar ástaryfirhellingar og það verður sennilega mikið af sinfóníum, passakalíum, óperettum, rapsódíum og varíasjónum. Þá fer ég að hitta Árna prófast Þórarinsson (Matthías Johannessen (1989) Í kompaníi við Þórberg, Reykjavík: Almenna bókafélagið, bls 32)
Þórbergssetur í Suðursveit
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Mest um vert ad saetta sig vid hlutskipti lífs og dauda! Vissulega flottur kappinn ......
www.zordis.com, 3.7.2007 kl. 18:28
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.7.2007 kl. 19:43
Já, þann skúlptúr vildi ég sko sjá. Hann hefur af strák sínum gert þetta í gegnum þig....hehehe. Trúi reyndar ekki á svoleiðis, NB.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.7.2007 kl. 20:57
flottur !!
hef ekki lesið hann í mörg ár, á samt einhverjar bækur eftir hann. ætla að glugga í þær í fríinu sem ég er í.
Ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.