Meistari Þórbergur

Svar meistara Þórbergs við spurningu um hvort hann telji lífið eftir dauðann skemmtilegt, er stórkostlegt. Ég læt það fylgja hér með:

 „Nei, ég held það sé leiðinlegt fyrst, fyrir allan þorra manna. Við sofnum burt héðan frá hákarli, hangikjöti, koníakssnafs og uppáferðum og vöknum í ókennilegum heimi, sem hefur ekki neitt af þessu að neinu gagni.  Þetta er svona svipað eins og að flytjast úr Suðursveit norður í Angmagssalik.  En svo held ég nú birti yfir þessu smátt og smátt, það verður meiri og meiri fegurð í kringum okkur, hákarlinn og hangikjötið gleymast, uppáferðirnar breytast í kynlausar ástaryfirhellingar og það verður sennilega mikið af sinfóníum, passakalíum, óperettum, rapsódíum og varíasjónum.  Þá fer ég að hitta Árna prófast Þórarinsson“ (Matthías Johannessen (1989) Í kompaníi við Þórberg, Reykjavík: Almenna bókafélagið, bls 32)cid_001901c699fa48345220ac15dc55hali2

 

dagbaekur_thDagbækurnar hans ÞÞ

Þórbergssetur í Suðursveit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Mest um vert ad saetta sig vid hlutskipti lífs og dauda!  Vissulega flottur kappinn ......

www.zordis.com, 3.7.2007 kl. 18:28

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Alveg stórkostlegur þessi maður....þarf við tækifæri að sýna skúlptúrinn sem ég gerði af honum algerlega óafvitandi og með lokuð augun...það var svolítið skrítin og skondin saga.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.7.2007 kl. 19:43

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, þann skúlptúr vildi ég sko sjá. Hann hefur af strák sínum gert þetta í gegnum þig....hehehe. Trúi reyndar ekki á svoleiðis, NB.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.7.2007 kl. 20:57

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

flottur !!

hef ekki lesið hann í mörg ár, á samt einhverjar bækur eftir hann. ætla að glugga í þær í fríinu sem ég er í.

Ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband