Heimspekikaffihús

Heimspekikaffihúsið á uppruna sinn að rekja til dags eins í júlímánuði árið 1992 á Café des Phares á Bastillutorgi í París: það er sunnudagsmorgunn og heimspekingurinn Marc Sautet ræðir við nokkra vini sína um heimspekilega ráðgjafarstofu sem hann hefur nýlega opnað. Nokkrir einstaklingar hafa heyrt á öldum ljósvakans að þarna sé að finna heimspeking sem eigi í samræðu við fólk. Þeir leita hann uppi og finna. Einhver nefnir þá reynslu að vera nærri dáinn og þar með verður dauðinn fyrsta viðfangsefni heimspekikaffihússins.   Einhvern veginn þannig lýsir Marc Sautet upphafi heimspekikaffihússins sem hann stóð svo fyrir vikulega á sunnudagsmorgnum klukkan 11:00. Nú eru mjög margir viðburðir af þessu tagi í Parísarborg og þá má einnig finna víða í Evrópu, Norður-Ameríku og annars staðar.

Hvað með okkur í Reykjavík? Lýsi eftir heimspekingum sem eru viljugir að taka svona að sér. Ég verð fyrst til að mæta!

IMG_4301


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég verð líklega ekki önnur ef haldið verður við tímann kl. 11 á sunnudagsmorgnum.....

....þá er ég alltaf í messu

Væri samt líkleg til að reka inn nefbroddinn og hunsa af spekinni

Hrönn Sigurðardóttir, 30.6.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Gott kaffi jafnast á við Heimspeki, þarf ekkert að ræða það nánar. Ef tveir aðilar eru saman með gott kaffi þá skiptir engu máli hvert umræðuefnið er.

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 1.7.2007 kl. 07:24

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Ekki galin hugmynd.

Jens Sigurjónsson, 2.7.2007 kl. 14:47

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Við hittumst öll á einhverju kaffihúsi, heimspeki, ekki heimspeki, ok, það verður allavega okkar heimspeki, n´est pas?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.7.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband