Þriðjudagur, 26.6.2007
Andsælis
Sólin skín stanslaus
ég bara bíð eftir því
að það komi haust -
sagði við mig góð vinkona mín í dag. Kemur á daginn að hún kveðst þjást af sumarsólstöðuþunglyndi en viti ekki hvað skammdegisþunglyndi er. Þessi sama kona kveðst elda íslenska feita kjötsúpu þegar sól er sem hæst á lofti, en búa til exótísk sallöt í skammdeginu. Um verslunarmannahelgina þegar allir eru eins og landafjendur út um allar koppagrundir, sest hún á kaffihús í Reykjavík og fær sér kaffi og rjómatertu.
Er ekki mannfólkið margslungið ?

Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
spurning hvort við erum eitthvað skyldar - ég og þessi vinkona þín?
Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 23:32
held ég sé haldin svona birtutengdu þunglyndi - nema þetta sé rauðvínsleysi?
Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 23:32
Pottþétt rauðvínsleysi.
Jens Sigurjónsson, 26.6.2007 kl. 23:46
Sennilega raudvínsleysi .... hehe Mannfólkid er yndislega flókid stundum og zar er ég ekki undanskilin
www.zordis.com, 27.6.2007 kl. 07:29
Mér finnst bæði vera æði ... heheheh! Veturinn er svo sjarmerandi líka!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.6.2007 kl. 18:19
Nákvæmlega....! Ég sækist eftir félagsskap þessarar vinkonu minnar.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.6.2007 kl. 21:12
Ég hlýt að þjást af eilífðarþunglyndi því ég er alltaf til í að setjast á kaffíhús og fá mér rjómatertu.
Steingerður Steinarsdóttir, 28.6.2007 kl. 09:48
Kjötsúpa í forrétt og aðalrétt, rauðvín með, terta og kaffi í eftirrétt, bæði í júlí og nóvember, gott ef ekki líka í apríl og október.... ásamt frískum félagsskap, - getur ekki klikkað. Tertur eru mjög góðar við þunglyndi, Steingerður!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.6.2007 kl. 22:13
... er sko algjörlega sammála þessu með terturnar og þunglyndið enda er hér talað af mikilli reynslu..... ég et svo mikið af allskonar tertum og gúmmelaði að það jaðrar við guðspjall en viti menn ég er líka svoooo anti þunglynd að það jaðrar við léttlyndi....
Fanney Björg Karlsdóttir, 28.6.2007 kl. 22:39
Mannfólkið er yndislegt, mannlífið er yndislega fjölbreytt. Rauðvín með mat er náttúrlega bara klassi, og eitt glas á dag kemur öllu öðru í lag!!!
Knús og kveðjur!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 00:35
kæra guðný mín! jú mannkyn er frábært !
Gleðilegt sumar, megir þú eiga fallegasta og besta sumarið !
Ljós til þín
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.6.2007 kl. 07:01
Ég hef ekki borðað tertur í mörg ár og kýs frekar brauð með osti. Reyndar hellist yfir mig svona gúmmelaðihnallþórulöngun einstaka sinnum en ég lækna það þá bara með gulrótarköku.Rauðvín er heilsudropi bæði fyrir likama og sál og besti vinahristari ever.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.6.2007 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.