Ofnbakaðar rauðspretturúllur með Camenbert og sperglum

  • Ca.800 g rauðspretta (flökuð, roðflétt og beinhreinsuð) biðjð fisksalann um að gera þetta fyrir ykkur.
  • 8 ferskir sperglar  
  • 8 sneiðar Camenbert (ca. 250 g)
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 hvítlauksrif (gróft saxað)
  • 1/3 laukur (gróft saxaður)
  • Estragon eða annað gott kryddi eins og timian, rósmarín eða dill
  • 1 dl hvítvín (má sleppa, en þá þarf vatn í staðinn)
  • Salt og pipar

Byrjið á því að sjóða spergilinn í söltu vatni í ca. 2 mín og setjið hann síðan í kalt vatn og þerrið loks á pappír. Leggið rauðsprettuna á bretti með roðhliðina upp og rétt sláið á flakið þannig að það fletjist aðeins út. Stráið salti og pipar yfir, setjið einn spergil ásamt einni sneið af camenbert ofaná flakið og rúllið upp í snyrtilega rúllu. Leggið rúllurnar í eldfast mót og hellið hvítvíninu eða vatninu yfir, ásamt hvítlauknum, lauknum, sítrónusafanum og kryddjurtunum. Saltið og piprið yfir rúllurnar og setjið álpappír yfir formið. Bakið inní 200°C heitum ofni í ca. 20 mínútur.

200267450-001

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Hljómar mjög vel.... má nota aðra gerð af fiski?

Kolbrún Jónsdóttir, 25.6.2007 kl. 23:08

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

úlala.... þá er búið að redda morgundeginum....allavega þeirri óumflyjanlegu "hvað ætti ég að hafa í matinn"... hugsun.... takk fyrir það kæra vinkona....

Fanney Björg Karlsdóttir, 26.6.2007 kl. 00:14

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 10:29

4 Smámynd: www.zordis.com

Girnilegt og ég er fegin ad hafa fengid mér tekex fyrir zessa faerslu!  Jy hvad zetta hlýtur ad vera yndislegt ......

www.zordis.com, 26.6.2007 kl. 15:45

5 Smámynd: Jens Sigurjónsson

þetta er girnilegt, takk fyrir þetta, það er best að prufa.

Jens Sigurjónsson, 26.6.2007 kl. 16:13

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Slurp, nammmm, þetta þarf ég að prófa. Hin nýja Gurrí ætlar að læra að elda, enginn lifir á kökum einum saman (ég er sko betri í kökum en mat). Knús yfir hafið.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.6.2007 kl. 16:18

7 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Takk fyrir Þetta!

Muni, yngri sonurinn, fer til Íslands á morgun til að vinna hjá Fylgifiskum. Hann ætlar að verða kokkur og veitingamaður þegar hann verður stór. Muni var að klára grunnskóla og ætlar í menntaskóla sem sérhæfir sig í veitingarekstri og túrisma.

Hugi bróðir hans er hinsvegar með hausinn útí geimnum, nýútskrifaður með stúdentspróf frá "geimvísinda-menntaskóla".

Hugi (-nn) og Muni (-nn) eru jú tveir ólíkir hrafnar!

Ásgeir Rúnar Helgason, 26.6.2007 kl. 17:44

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég hef ekki prufað að nota annað en rauðsprettu í þetta, en án efa má vefja annan fisk svona í rúllur. Þetta bragðsambland flatfisks, Camenbert og spergils er himneskt!

Kökufíkn er stórlega undirmetin, Gurrí mín. Þetta er sko alvörufíkn. Fiskát er eitt af því sem vinnur á móti henni. Hér talar kona með reynslu. 

Þetta eru feykilega flott nöfn á drengjunum þínum, Ásgeir. Gef mig á tal við drenginn ef ég fer i Fylgifiska (sem ég geri með reglulegu millibili)...

Miðsumarsnæturkveðjur, hlýjar og bjartar, til ykkar allra!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.6.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband