Laugardagur, 16.6.2007
Enn um konur
Það var nú ekki berfættur sveittur strákur að sveifla lakkríksreimum við hliðina á mér á heimleiðinni. Nei, prúðasta kona af öllum prúðum slíkum. Var ein af tvennum hjónum sem auðsjáanlega vorum á leið úr sólinni. Brún og pen, slétt og snyrtileg, fólk sem á sumarbústað(i). Þetta var svona kona sem bakar brauð á meðan hún steikir kjötið og brúnar kartöflurnar með straujaða svuntu - og brýtur saman síðasta þvottinn í leiðinni. Fer aldrei úr vinnunni fyrr en á slaginu og hefur heklaða dúka undir kertastjökunum á borðstofuskenknum, sem er á bak við borðstofuborðið í borðstofunni. Kona sem hefur heklað klósetturúlluhengi á baðinu og kross yfir rúminu. Kona ríms og rytma.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Svona konur eins og þú ert að lýsa eru húsmæður af list, en sú listgrein hefur ekki verið hátt skrifuð. Annars.........
Gleðilegan þjóðhátíðardag
Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.6.2007 kl. 12:53
Til hamingju með daginn mikla kona - og ég er ekki að segja að þú sért feit.....
Hrönn Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 14:24
Til hamingju með daginn frænka, hef samt alltaf verið hrifnari af sunnudögum.
Hannes Heimir Friðbjörnsson, 19.6.2007 kl. 15:11
Zessi kona er konan sem marga dreymir um .... Gaeti verid ég á gódum degi! Fínn ferdafélagi allavega .... thi hi hi
www.zordis.com, 19.6.2007 kl. 21:44
Takk elskurnar mínar allar! Já, húsmæður, bara að þær væru ekki að deyja út....
Sunnudagar eru hræðilegir. Kannski ekki þegar maður er ungur með vonir og gleði á fullu.....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.6.2007 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.