Nyde, nyde

Pálmatré sem blakta tignarlega, fuglar sem tísta, börn sem skríkja á mismunandi tungum, vatn sem gutlar, lykt af olíu sem er verið að steikja úr, sennilega í 3. skipti, íslenska bókin í hendi mér, kaffið á klakanum (ís-goffí for the Ice-lady heitir það .... ) -  kókoshnetulykt af sólarvarnarsmyrslum á næsta bekk og lykt af djúpsteiktum mat frá nærliggjandi veitingahúsi, - það er stemmningin í sundlaugargarðinum, þar sem tugir Íslendinga, Þjóðverja, Breta, Svía og Dana líta á það sem hörkuvinnu að liggja og sóla sig samviskusamlega frá morgni til kvölds. Þeir alhörðustu koma út eldsnemma og taka frá bekki og sólhlífar til að ná bestu stæðunum. Og hætta ekki fyrr en skuggar pálmanna eru orðnir langir og fuglarnir farnir að tísta letilega. Það skilja fáir viðstaddra nokkuð í konu sem kemur annað slagið til að liggja undir skugga trjánna þegar vel gefst. Og er samt hvít sem nýfallin fönn á fögrum degi.  

2007_05_ 30 071  Sundlaugagarðurinn eftir að Ice-lady hefur gengið til náða.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábært!

Hafðu það gott

Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2007 kl. 23:27

2 Smámynd: www.zordis.com

Yndisleg frásögn af konu sem er eins og nýfallin hvít fönn!  Hvítar konur eru INN vid Midjardarhafid :-)

www.zordis.com, 17.6.2007 kl. 10:23

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, ekki er ég inn þar, - frekar út......

Takk, krúttin mín.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.6.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband