Laugardagur, 16.6.2007
Nyde, nyde
Pálmatré sem blakta tignarlega, fuglar sem tísta, börn sem skríkja á mismunandi tungum, vatn sem gutlar, lykt af olíu sem er verið að steikja úr, sennilega í 3. skipti, íslenska bókin í hendi mér, kaffið á klakanum (ís-goffí for the Ice-lady heitir það .... ) - kókoshnetulykt af sólarvarnarsmyrslum á næsta bekk og lykt af djúpsteiktum mat frá nærliggjandi veitingahúsi, - það er stemmningin í sundlaugargarðinum, þar sem tugir Íslendinga, Þjóðverja, Breta, Svía og Dana líta á það sem hörkuvinnu að liggja og sóla sig samviskusamlega frá morgni til kvölds. Þeir alhörðustu koma út eldsnemma og taka frá bekki og sólhlífar til að ná bestu stæðunum. Og hætta ekki fyrr en skuggar pálmanna eru orðnir langir og fuglarnir farnir að tísta letilega. Það skilja fáir viðstaddra nokkuð í konu sem kemur annað slagið til að liggja undir skugga trjánna þegar vel gefst. Og er samt hvít sem nýfallin fönn á fögrum degi.

Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Frábært!
Hafðu það gott
Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2007 kl. 23:27
Yndisleg frásögn af konu sem er eins og nýfallin hvít fönn! Hvítar konur eru INN vid Midjardarhafid :-)
www.zordis.com, 17.6.2007 kl. 10:23
Já, ekki er ég inn þar, - frekar út......
Takk, krúttin mín.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.6.2007 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.