Fimmtudagur, 14.6.2007
Loftferðarsamningur
Flugferðin til Miðjarðarhafsins var eitt brjálæði. Eftir 15 og hálfs tíma seinkun voru allir orðnir þreyttir, ekki síst börnin, sem voru án efa einn þriðji af farþegum. Upp var fótur og fit í orðsins fyllstu merkingu. Ég sat við hliðina á tveimur spekingum, á aldrinum 6 10 ára, á að giska. Sá yngri sat við hliðina á mér.
Strákur: Ætlarðu að sofa í flugvélinni á leiðinni út?
Kona: Já, ætl´ það ekki bara, eitthvað...
Strákur: Ef við lofum að hafa ekki hátt, megum við Sindri spila Lönguvitleysu og svoleiðis á leiðinni?
Kona: Ekki málið, ferlega gott hjá ykkur að spila á gamaldags spil.
Strákur: Má ég líka horfa á Spiderman í mini-videoinu; ég er alveg hættur að vera æstur yfir henni. Og er með erplöggs.
Kona, sífellt hrifnari: Elskan mín, það er sko bara minnsta málið.
Strákur: Ok, sjúkkit, þá verður ekkert vandamál.
Það sem gleymdist í samningnum:
(1) Meters-langar lakkrísreimar (með E-efna lykt sem minnti á klósetthreinsi) sem strákur sveiflaðri af yfirnáttúrulegri leikni um alla sætaröð, á vanga mína og blaðsíður í Auði Jónsdóttur með meiru.
(2) Sokkaúrklæðingar með tilheyrandi sveiflum, príli og metingi við Sindra um lengd táa.
(3) Hróp og köll í næstu sætaröð: Maaaaaaaammmmmaaaaa, paaaabbbbiiii.... þegar konan var næstum sofnuð, trekk í trekk.
(4) Hopp á sætisörmum til að horfa út um gluggann þegar flogið var yfir Evrópu.
En ferlega var hann sætur. Eitt bros getur bjargað heimsfriðnum.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Vá, þetta hefur nú samt verið hræðileg martröð. Svona krakkar geta að vísu verið ómótstæðilegir en ... næstum hálf vél af argandi krökkum er ekki skemmtilegt upphaf að afslöppunarferð! Knús til þín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.6.2007 kl. 20:54
Ef eitt bros getur bjargað heimsfriði þá örugglega friði í einni flugvél. Og hvað er gott að njóta þess á eftir að hafa frið og frið og meiri frið.
maður hinn barnlausi
Þóroddur (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 23:02
Ég var eitt sinn í flugi heim frá Svíþjóð, örþreytt og veik, í sætinu fyrir aftan mig sat ung stúlka með dóttur sína sem sparkaði stöðugt í bakið á sætinu mínu.....
..... ég játa það hér og nú að ég var frekar pirruð - svo þegar við nálguðumst Færeyjar fór sú stutta að syngja.... viltu kaupa páskablóm?
Ég fyrirgaf henni sparkið!
Hrönn Sigurðardóttir, 14.6.2007 kl. 23:47
O M G .....var að koma úr einni svona flugferð... vélin pakkfull af þreyttum, sólbrenndum ferðalöngum og rúmlega helmingurinn börn undir 10 ára.. yndislega "fjarskafríð" öllsömul... mmmm enda var ég MJÖG glöð að ég var ekki þessi "mamma" sem allir voru að kalla á... kom mér vel fyrir með bókuna mína og brosti út í annað við spörk í baksætið og fruss yfir ennið... jú Guðny mín bros getur svo sannarlega bjargað heimsfriðnum.... Njóttu lífsins við Miðjarðarhafsins...
Fanney Björg Karlsdóttir, 15.6.2007 kl. 22:42
Á hvada strönd borar zú tánum í sandinn ??
Ekkert eins dásamlegt eins og ad ferdast vid hlidina á snillingum
www.zordis.com, 16.6.2007 kl. 06:22
Jú, jú....svona flugferðir eru einstök reynsla. Krakkar eru jú áhugaverðustu ferðafélagarnir, svona meðan á flugferð stendur allavega, kona getur verið upptekin við að dáðst að þeim eða pirra sig útí eitt á þeim......konu leiðist ekki á meðan.
En ferðu ekki að koma norður ?..........miðjarðarhafið - smiðjarðarhafið. Akureyri er staðurinn !
Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 16.6.2007 kl. 21:23
He, he, Miðjarðarhafið, Eyjafjörður, Eskifjörður og what the heck.... Kem sko eina af þessum helgum...verður enginn friður.
Ég boraði tánum í sand strandarinnar við Alcudia flóann. Það var góður sandur, en dáldið of mikið af sígarettustubbum fyrir minn dannaða smekk.
Krakkasnillar eru einu, sönnu snillarnar, samþykki það, þó geti á taugar tekið í bili...
Knús til ykkar allra
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.6.2007 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.