Laugardagur, 2.6.2007
Þegar ég
- verð pirruð
- nenni ekki að laga til
- horfi á himininn og hugsa vá
- fer í flugvél og er sátt við að kveðja heiminn
- les Halldór Kiljan
- finn ekki hárspennu og/eða naglaþjöl í fornaldardóti í töskunni minni
- lendi í samræðum um Foucault eða Derrida
- finn fyrstu rauðvínsáhrifin
- hleyp í 40 mínútur á brettinu
- spring á limminu
- hlusta á 5. symfóníu Beethovens (en langar ekkert að ráðast inní Pólland, samt)
- labba Laugaveginn og gleymi hvar ég er
- sé fólk dansa tangó á Skólavörðustígnum
- upplifi ósigur eins og t.d. þann að ná ekki millirödd við Ó, guð vors lands
þá hugsa ég til þín
og velti fyrir mér
hvernig þú myndir upplifa
eða ekki
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
.....get sagt þér í trúnaði, úr því að þú ert að hugsa til mín, að ég er voða fegin að þig langar ekki að ráðast inn í Pólland, þó þú hlustir á Beethoven....
....mikið er þetta falleg mynd, er þetta útsýnið þitt?
Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 01:09
Fer í flugvel og er sátt við að kveðja heiminn. Þetta er það að þora að lifa án óttans við dauðann og þá fyrst er maður á lífi en um leið líka alveg tilbúin í umskiptin því blekkingin er horfin..ha?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.6.2007 kl. 11:26
Skemmtilegt ljóð hjá þér
Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.6.2007 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.