Miðvikudagur, 30.5.2007
Tré
Til að kóróna sjálfhverfuna, mærðina og naflaskoðunina á þessari guðsvoluðu síðu, ætla ég að birta hér svar vinkonu minnar, þegar ég spurði hana hvaða trjátegund hún héldi að ég væri:
"...Ætli þú sért ekki bara íslenskt birki, vegna þess að það er harðgert, aðlagar sig aðstæðum, sáir sér sjálft (sem hjálpar til að vernda landið/jarðveginn), er einstaklega gott sem krydd......og ég segi nú bara hvernig mynd hefðum við af Íslandi ef að ekki væri neitt birki.......frekar berangurslegt......og sennilega hefðu landnámsmenninrnir bara silgt framhjá ef ekki væri fyrir birkið..."
Ég vona að vinkona mín fyrirgefi mér, þó ég birti þetta!
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Hrönn Sigurðardóttir, 30.5.2007 kl. 19:18
Já, ég er allavega harðger og aðlaga mig aðstæðum....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.5.2007 kl. 23:10
Hmmm..ég held að þú sért njóli. Svona fegurðarjurt sem má reykja. Alltaf til gagns.
Nei án gríns ertu jurtategund sem enn er óþekkt á landinu kalda...hlýjar og vermir á sinn einstaka hátt og ert djúprótaðri en flestir.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.5.2007 kl. 01:36
sniðugt! Hvaða jurt væri ég?
Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 09:09
Katrín mín, þessi skoðun þín tengist því alfarið að þú þekkir mig ekki eins og ég er inní mergnum....En takk, ljós. Hrönn, ég hugsa að - í trjáplöntuskilningi - sértu pílviður. Í víðari plöntuskilningi, páskakaktus sem blómstrar allt árið.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.5.2007 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.