Mynd

Kakólyktin barst á móti þeim eins og volgur sunnarvindur. Jóhannes Arason þulur malaði í einu horninu og rigningin buldi á rúðunum. Geirþrúður var búin að dúka litla borðið undir stofuglugganum. Flatsaumsrósirnar á dúknum glitruðu eins og þær væru úr silfri.  Hér í litlu stofunni var himnaríki Veru og Andra. Þau settust og einsettu sér að sulla ekki niður. Andri hafði girt peysuna oní buxurnar og leit út eins og vel troðinn heypoki frá sjötta áratugnum. Vera hafði sett bundið sippubandið sitt í kringum mittið. Þetta átti að vera fínt boð eins og alltaf hjá Þrúðu. Þau settu sig í stellingar.

Vera (með dreymandi sælusvip): Mér finnst Þrúða best af öllum.

Andri (hneykslaður): Ekki betri en mamma.

Vera (rökræðuleg í framan): En mamma kann ekki að elda kakó

.Andri (þreyttur): Það heitir að búa til kakó.

Vera (með uppreisnartón): Þú þykist alltaf vita allt.

Andri (fullviss): Ég veit það líka.

Vera (í málamiðlunartón): Þrúða er samt best og svo er mamma best.

Andri (þreyttur og hneykslaður): Það geta ekki tveir verið bestir.

Vera (grimm): Mér finnst þú leiðinlegastur af öllum.

Andri (reiður): Ég skal segja Þrúðu þetta.

Vera (í kvenlegum hæðnistón): Klaga, iss, stór strákur að klaga litlu systur.

Andri (enn reiðari): Þú ert dekurrófa, óheillagæs – og bara hundapoki.

Vera (undrandi og reið): Hundapoki?

Andri stendur snöggt upp, við það dettur stóllinn afturábak og rekst í viðtækið í horninu. Jóhannes Arason snarþagnar.

Vera (ánægð): Iss, flúir bara .....

Andri (sótrauður í framan): Flýr...

Vera (alsæl): Vottever.

Svona geta fín boð stundum breyst í þjark og þras.

Andri er í dag sjóntækjafræðingur og Vera er skólastjóri. Ekki að það komi málinu neitt við.

42-17546168

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Einhversstaðar byrjum við á fínu veislunum .... já nú rifjast gömul kaffiboð upp og reyndar líka lyftiduftssprengjur er við dudduðum okkur við að gera á Eskifirði .....

www.zordis.com, 22.5.2007 kl. 18:24

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei! Alveg eins og ég man hana

Gott samt að vita hvað þau eru að gera í dag

Hrönn Sigurðardóttir, 22.5.2007 kl. 18:30

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Lyftiduftsprengur, for the sake of Pete. Hvað er það? (Ein voða saklaus....)

Já, við Íslendingar erum alltaf mikið fyrir að vita hvað fólk hefur að atvinnu og svo hverra manna það er. Allt annað skiptir minna máli í okkar augum. Við erum svoddan úteyjamenn.....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.5.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband