Verzló

MBL0077651    Sko: Var að koma af x ára afmæli úr Versló og það var alveg öldungis geggjæðislega gaman. Gott að sjá og hitta þetta góða fólk og þeirra ágætu maka. Gaman að drekka freyðivín og skála við svoooo marga úr M-bekknum -- og fleiri -- hjá Sigurveigu og Gunna en í þeim bekkjum  hefur aldrei á sama tíma verið annað eins mannval saman komið. Eins og dæmin sanna. Og við erum meðvituð um. Útsýnið úr kokkteil-salnum, á Esjuna eins og guð skapaði hana, var eins og best verður á kosið. Guðminnsgóður. Maturinn í Gullhömrum var með dæmalausum ágætum. Ég var með Kristinn til vinstri og Mása til hægri, - og Dísu á móti. Það verður öngvan veginn betra. Og dansinn sem dunaði eftir matinn var líka með ágætum, einkum þegar við Dísa - og seinna Ásgeir - lögðum dansgólf að fótum okkar.  Hinsvegar var ég ekki jafnhrifin þegar Mási Steinsen stakk mig af á leiðinni á gólfið. En það er önnur saga og verður síðar sögð og hennar hefnt, ekki til betrumbætingar fyrir Mása. Sá á von á góðu. Hitti og knúsaði Valdimar Hergeirs , Baldur og Þórunni Fel. In all, frábært kvöld. Takk, allir. Þið eruð æði.  En mikið voðalega óskaplega og með eindæmum er vondur stíll á þessari frásögn. Ég held að Þórbergur hefði kallað þetta lágmenningarstellingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Gott að kvöldið reyndist ánægjulegt að undaskildinni afstungu félaga þíns ......  Það er ekki alslæmt að kasta sér í lámenningarstellingar

www.zordis.com, 20.5.2007 kl. 07:07

2 identicon

Elsku vinkona.  Þú hefur aldeilis ,,verið með á nótunum" og hér er af nógu að taka sé ég sem betur fer.  Ég hef eiginlega ,,legið niðri", bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu.  Kom mér samt á yndislega tónleika hjá títtnefndum Goran og listasveit hans í gærkvöldi en hef sofið með háan hita í nokkra klukkutíma í dag.  Verð náttúrlega hress á morgun.  Fallegar kveðjur yfir.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 19:51

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er alltaf svo gaman á svona reunion..... Man síðast þegar minn bekkur hittist. Allir áttu að koma upp og segja hvað þeir væru í dag. Þegar 30 manns voru búnir að koma upp og þylja hvað þeir störfuðu hamingjusamlega í "dag" var komið að mér.

Ég skundaði upp að "töflu" og sagðist vera fegurðardrotting, hafa áhuga á ferðalögum og börnum....... 

Sló í gegn

Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2007 kl. 21:54

4 identicon

Ég komst ekki á 15 ára re-union okkar Verzlinga í fyrra ... ég stefni á 20 ára Kveðjur til þín dúllan mín að norðan!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 01:14

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Lágmenningarstellingar sagði hann og svo líka minntist hann á stílinn "lágkúru". Í það hélt ég að ég dytti aldrei, en svona er lífið óútreiknanlegt....Elsku Unnur mín Sólrún, láttu þér batna og flenzuna sjatna (ég kemst ekki út úr lágkúrunni...)....Hrönn, mikið assgoti var þetta gott hjá þér. .....Doddi heimur, ekki vissi ég að þú værir úr Verzló. Það hlaut auðvitað eitthvað að vera!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.5.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband