Orð

Ekki orð um kosningarnar.

Ekki orð um Eurovision.

Eitt orð um líkamlegt erfiði: Fátt er betra. Fátt er sárara. Fátt minnir meira á aldurshnignun.

Nokkur orð um vináttu: Gulls ígildi nær ekki nógsamlega að lýsa mikilvægi og fegurð vináttu. Hún er miklu meira virði en allt gull heimsins.

Nokkur orð um mómentið þegar vonin brestur: Nú er staður og stund til að setja ný markmið og beina sjónum að splunkunýjum vonum.

Orð eru stórhættuleg. Það er hægt að oftúlka, mistúlka og vantúnka þau.

Þetta er nú allt og sumt sem ég sagt vildi hafa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ójá og allt of oft eru þau oftúlkuð, mistúlkuð og vantúlkuð.

Af hverju er ekki bara hægt að taka þau eins og þau eru? Hætta að reyna að lesa eitthvað annað út úr þeim?

Og ekki orð um það meir

Hrönn Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 22:08

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Nákvæmlega. Ekki orð. Takk fyrir orð.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.5.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband