Sunnudagur, 6.5.2007
Ádagadrif
Annasöm en ágæt vinnuvika. Kaffifundur hjá Birnu vikonu á miðvikudagskvöld. Tveggja daga vinnufundur í Hveragerði, fimmtudag - föstudags. Mikið talað, planað, uppgert og krufið. Vonandi allt að því til mergjar. Helgin fór í að bera á garðhúsgögn, taka til, þvo þvotta, sinna nærfjölskyldu, elda mömmumat og sjá eftir að skrópa í stelpuferð og 100 ára afmæli (60+40). Það er víst ekki hægt að gera allt. Allavega ekki alveg alltaf.
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Tek undir þettta með bækurnar og tímann. Taktu þér bók í hönd og biddu hana að lesa sig til þín..hún gerir það á örskotsstundum. Þarf ég að fara í rannsókn???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 08:36
Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2007 kl. 10:56
Lestu fyrir mig og ég verð hamingjusöm til enda ..... ég skal skúra, pússa silfur og þvo þvotta fyrir þig í staðinn Var upp á þaki hjá mér (er með sólaðstöðu ofan á húsinu) og þar bíður mín mikil pússvinna þar sem ég valdi mér tekkhúsgögn til að njóta útsýnis að leginum .... hef ekki enn séð saltskrímslið Kveðja til þín.
www.zordis.com, 7.5.2007 kl. 18:34
Sammála, það þarf að velja og hafna ... ja, stundum ef ég get ekki valið á milli tveggja hluta þá kaupi ég bara báða! Tíminn er verri, það eru bara 24 klst í sólarhringnum ... Knús yfir hafið!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.5.2007 kl. 18:47
Ég skal lesa allan heiminn fyrir ykkur, elsku blggynjurnar mínar. Þegar vinnan hættir að slíta svona í sundur dagana fyrir manni.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.5.2007 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.