Barn með eldmóð en litla veraldarþekkingu og yfirsýn

Í tilefni dagsins, get ég ekki stillt mig að birta hér ritgerð barns, sem ég geymi alltaf í kassa í bókahillunum. Hún er skrifuð 1960 og hefur verið rifin útúr stílabók. Skrifarinn var 9 ára. Blöðin eru öll gulnuð. Efst á blaðinu stendur: Ritgerð um launamun og afleiðingar hans.  Ekkert annað. Ég hef sett inn punkta þar sem nöfn eru og leiðrétt tvær stafsetningarvillur.

Hefst nú "rigerðin":

Mér finnst að allir eigi að hafa sömu laun fyrir sömu vinnu og skil bara ekki hvernig nokkrum dettur nokkuð annað í hug. Mér finnst voðalega slæmt að allir í heiminum hafi ekki nóg að borða og deyji úr sjúkdómum. Mér finnst að það ætti að flytja fleira fólk til Íslands frá útlöndum, við getum alltaf fiskað í matinn og við kunnum svo margt.  Við gætum haft svo miklu fleiri á þessu stóra landi. Er ekki alveg ferlegt að einhverjir kallar í Reykjavík skuli ráða því að það hafi ekki allir sömu laun? Stundum er það besta fólkið sem er fátækast. Af hverju fá mennirnir í bankanum hærri laun en ..... ? Og af hverju getur ..... ekki haft nóg fyrir sig og krakkana sína, ....? Ég bara skil þetta. Er ekki hægt að lækka launin hjá þeim ríkustu og bara borga þeim sem minnst fá, meira? Þetta er nú eitt með fátæka fólkið hér á Íslandi, en með allt fátæka fólkið í heiminum, er ennþá verra. Það fólk hefur ekki einusinni húsaskjól og hreint vatn. oft. Samanborið við það, erum við heppin og lukkuleg hér á landinu kalda. Ég skil ekki æðri máttarvöld. Ég talaði um það við síra ...... í gær. Hann sagði að ég væri með djúpar vangaveltur. Ég skil það heldur ekki. Það er margt sem ég ekki skil.

Jæja, nú er þessi ritgerð búin.

Sunset_thumb%5B3%5D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, hvað þetta er æðislegt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2007 kl. 15:11

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábær ritgerð! Algjör snilld.

Hrönn Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 15:35

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Er þetta ekki ótrúlegt!! árið 1960 og það frá 9 ára gömlu barni. Og ekkert hefur breyst! (kannski skánað aðeins en það er ennþá hægt að spyrja nákvæmlega sömu spurninganna).

Jóna Á. Gísladóttir, 1.5.2007 kl. 16:18

4 identicon

Já. Þessi stúlka hefur alltaf verið snillingur.  Áttu ekki eitthvað af gömlu myndunum eftir hana?  Ég gleymi aldrei mynd sem hét (að mig minnir ) jarðaför og var teiknuð í svart hvítu.  Hún var frábær og ég hélt m.a. að þessi snillingur yrði myndlistarkona seinna en hún er náttúrlega svona alhliða snillingur.  Vona að dagurinn hafi verið góður.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 18:03

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Börnin okkar eru oft rödd Samviskunnar. Kannski vegna þess að Sérviskan hefur ekki náð að koma á þau böndum:

Ásgeir Rúnar Helgason, 1.5.2007 kl. 19:57

6 Smámynd: www.zordis.com

S.S þetta ritgerðarbarn er kvenkyns, ksynsöm kona og vildi sinni kynslóð vel.  Teiknaði af andans list og er ekki að sýna það!  Dásemd þegar börnin okkar gefa sitt áfram!

www.zordis.com, 1.5.2007 kl. 20:37

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Segir ekki einhvers staðar að sannleikurinn koma jafnan af munni barna og sakleysingja. Minnsta kosti þarf oft börn til að benda okkur á hið augljósa.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.5.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband