Hjónabandsglæpir

Menningarsamband Guðnýjar, Birnu og Dísu með fylgifiskum fór á þessa sýningu í kvöld. Í leikskrá segir svo um sýninguna.

Þau hafa verið gift í fimmtán ár þegar hann verður skyndilega fyrir því að missa minnið. Með aðstoð hennar reynir hann að komast að því hver hann er. Er hægt að tendra aftur loga ástarinnar eftir áralanga sambúð? Nýtt verk eftir höfund hinna geysivinsælu leikrita Abel Snorko býr einn og Gesturinn. Nærgöngult og átakaþrungið leikrit um ástina, minnið og gleymskuna, og það sársaukafulla hlutskipti að þurfa að sækja sjálfsmynd sína til annarra.

Leikritið fjallar hinsvegar um allt annað og var í rauninni afskaplega ágætt fyrir sinn hatt, aukinheldur snúð. Fólk ýmist svaf eða hló á vitlausum stöðum en svoleiðis er það bara í lífinu.

Menningarsambandið er farið að taka laugardagsmorgna framyfir föstudagskvöld, þannig að kaffihúsaferð eftir sýningu var frestað um óákveðinn tíma.

IMG_4146

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Menningarsamband hljómar vel!  Greinilega ljúfur félagsskapur góðra kvenna!  Er ekki lífið dásamlegt! 

www.zordis.com, 21.4.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband