Mánudagur, 16.4.2007
Raunsæi draumóranna
Eftir þrjúhundruð tröppur, setu við tölvu í 10 tíma, þrjú viðtöl, fimmtán símtöl, tvo fundi í dag og einn kvöldfund, dauðaleit að hlut sem ekki fannst, sms og e-mail, sjónvarpsþátt um omega-3 fitusýrur og naglalökkun, er mér allri, að mér heilli og lifandi, lokið. Sólarhringsleg viðgerðartilraun verður nú framkvæmd í formi svefns. Á morgun verður hárið á mér þykkt og lifandi, húðin stinn, brúnleit og ljómandi, six-packið sýnilegra en nokkru sinni og vigtarnálin verður stillt á 55 kg. Svo verður hugsunin skýr eins og nýþvegið gull og tær eins og nýrunnið vatn. Allílagi þá, góðanótt.
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Góða nótt, elskan. Frábær færsla! Megir þú vakna eldhress og stinn ... ég mæli svo um og legg á!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2007 kl. 23:51
Yndislegan morgundag! Ég get ekki betur séð að við höfum vaknað upp eins og tvíburar smúts á þig .....
www.zordis.com, 17.4.2007 kl. 07:35
Rosalega afkastar kona miklu á einum degi. Þetta er eins og ég geri á einu ári og er samt frekar þreytuleg!!!
Annars er það opinbert leyndarmál að ef maður biður um að vera settur í andlegt spa um nótt í svefnheimum virkar það oftast eins og vítamínssprauta. Tekur kannski ekki alveg öll aukakílóin af og að þau séu horfin þegar maður vaknar. En maður elskar þau meira en þegar maður fór að sofa. Það er sko heilun. Og krukkurnar sínar líka.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 08:32
ekkert smá dugleg, og full af lífsorku, sendi ljós til þín sem lýsir orkuna þína upp.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.4.2007 kl. 14:38
Já. Nætur, síhungraðar og nærast á þessum svefni. Yndislegt. Vonandi eru nú þegar í einhverjum skemmtilegum draumapotti. Fátt er betra. Kveðjurnar mínar verða þar á floti.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 23:18
Stundum eru svona dagar svo ótrúlegir. En þá er það svoleiðis, að maður gefur allt, allt, hugsar ekki um sjálfan sig (sem er nú alveg dásamleg blessun), en svo þegar um hægist .... er maður bara steindööjur. Og fer að sofa með von um betri dag, betra allt. Jóna mín, stundum er lafandi magi svo sjarmó.......eitthvað hefur einhvern tímann verið geymt í honum.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.4.2007 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.