O tempora, o mores

Konan bráðunga á kassanum í Hagkaup horfði rangeygum augum á manninn, sem var að kaupa fimmtán borðtuskur og þrjátíuogþrjá skyr-desserta. Eiginlega horfði hún ekki á manninn, heldur á vegginn fyrir aftan hann. Maðurinn svaraði þessvegna ekki þegar stúlkan sagði: “sessúsundfjötjoþrár”. Hann hefur aukinheldur ekki skilið þetta uml.  á kassaKonan fyrir framan sem var enn að raða snyrtilega í pokann sinn (greinilega á einhverfurófinu eftir röðunaráráttunni að dæma) túlkaði upphæðina fyrir manninn og þá áttaði hann sig og reiddi fram peningana. Þegar kom að mér, horfði rangeyga stúlkan í vegginn og sagði “gokvö” Hafandi skannað mína mjólk, ost, skyr, egg, steinselju og handspegil (herm þú mér), sagði stúlkan eins og ekkert væri sjálfsagðara: “Tolfúsundogduddugu”. Það tók töluverðan tíma að fá stúlkuna til að upplifa ósamræmi upphæðarinnar og steinselju-innkaupanna. Þá hún náði því, kallaði hún í strák á næsta kassa og sagði eitthvað óskiljanlegt. Ég spurði hvað væri á seyði. Þá sagði stúlkan: “Érbara a bíðeftir lykil”. Man einhver þá tíð, þegar afgreiðsludömur sögðu: “Var það eitthvað fleira fyrir yður?”i den 3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Yður er löngu gleymt og grafið ... farið í hafið .....

Mæ god!  Frú Gúðný Anna, það að þéra á spæsnku tekur í allar rásir ....... þar til kona eins og ég kvæsi að snilld og dáð á sjálfri mér fyrir að reyna!   

www.zordis.com, 12.4.2007 kl. 22:25

2 identicon

Hvílík dásemdarfærsla hjá þér.  Ég var farin að óttast einhvern Þyrnirósarsvefn.  Já.  Þetta er sérstök lífsreynsla.  Það er makalaust að lenda í biðröð í Landsbankanum í Smáralind á laugardegi.  Þá eiga þessir duglegu útlendingar sem hér vinna hörðum höndum sumir frí og komast í bankann.  Þá heyrir maður varla íslenskt orð. Svo sannarlega breyttir tímar.  Dreymi þig eitthvað ljúft.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 22:50

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, yður er víst gleymt og grafið.

Þessi elsku unga stúlka var nefnilega alíslensk, það er nú málið.

Góða nótt, elskurnar, og munið að það er föstudagurinn þrettándi á morgun!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.4.2007 kl. 23:08

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

"Það tók töluverðan tíma að fá stúlkuna til að upplifa ósamræmi upphæðarinnar og steinselju-innkaupanna." klassasettning.

Tómas Þóroddsson, 13.4.2007 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband