Fimmtudagur, 12.4.2007
O tempora, o mores
Konan bráðunga á kassanum í Hagkaup horfði rangeygum augum á manninn, sem var að kaupa fimmtán borðtuskur og þrjátíuogþrjá skyr-desserta. Eiginlega horfði hún ekki á manninn, heldur á vegginn fyrir aftan hann. Maðurinn svaraði þessvegna ekki þegar stúlkan sagði: sessúsundfjötjoþrár. Hann hefur aukinheldur ekki skilið þetta uml. Konan fyrir framan sem var enn að raða snyrtilega í pokann sinn (greinilega á einhverfurófinu eftir röðunaráráttunni að dæma) túlkaði upphæðina fyrir manninn og þá áttaði hann sig og reiddi fram peningana. Þegar kom að mér, horfði rangeyga stúlkan í vegginn og sagði gokvö Hafandi skannað mína mjólk, ost, skyr, egg, steinselju og handspegil (herm þú mér), sagði stúlkan eins og ekkert væri sjálfsagðara: Tolfúsundogduddugu. Það tók töluverðan tíma að fá stúlkuna til að upplifa ósamræmi upphæðarinnar og steinselju-innkaupanna. Þá hún náði því, kallaði hún í strák á næsta kassa og sagði eitthvað óskiljanlegt. Ég spurði hvað væri á seyði. Þá sagði stúlkan: Érbara a bíðeftir lykil. Man einhver þá tíð, þegar afgreiðsludömur sögðu: Var það eitthvað fleira fyrir yður?
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Yður er löngu gleymt og grafið ... farið í hafið .....
Mæ god! Frú Gúðný Anna, það að þéra á spæsnku tekur í allar rásir ....... þar til kona eins og ég kvæsi að snilld og dáð á sjálfri mér fyrir að reyna!
www.zordis.com, 12.4.2007 kl. 22:25
Hvílík dásemdarfærsla hjá þér. Ég var farin að óttast einhvern Þyrnirósarsvefn. Já. Þetta er sérstök lífsreynsla. Það er makalaust að lenda í biðröð í Landsbankanum í Smáralind á laugardegi. Þá eiga þessir duglegu útlendingar sem hér vinna hörðum höndum sumir frí og komast í bankann. Þá heyrir maður varla íslenskt orð. Svo sannarlega breyttir tímar. Dreymi þig eitthvað ljúft.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 22:50
Já, yður er víst gleymt og grafið.
Þessi elsku unga stúlka var nefnilega alíslensk, það er nú málið.
Góða nótt, elskurnar, og munið að það er föstudagurinn þrettándi á morgun!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.4.2007 kl. 23:08
"Það tók töluverðan tíma að fá stúlkuna til að upplifa ósamræmi upphæðarinnar og steinselju-innkaupanna." klassasettning.
Tómas Þóroddsson, 13.4.2007 kl. 06:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.