Líf í biðröð

 

Tíminn  er milli 18.20 og 19.20 miðvikudaginn 4. apríl, daginn fyrir skírdag, í tiltekinni kjörbúð hér í bæ.  Mannhrúgan þarna inni gat alveg gefið til kynna að engin búð hefði verið opin á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikuna og myndi ekki verða þá næstu. Kaupa allan heiminn

 

Síðasti sjéns að birgja sig upp, - en fyrir hvað?  samtalLátum það nú vera. Fólk er rjótt í kinnum og kappsfullt, það er alger kortér í þrjú stemmning eins og hún var í Óðali þegar Óðal var og hét, fyrir tíma súlustaðanna.  Það var meira að segja svoleiðis glampi í augunum á fólki.

Bileríið byrjaði fyrst fyrir alvöru í biðröðunum, rétt fyrir lokun sem var kl.19.00. Þær náðu enda á milli í búðinni. Litlu skólakrakkarnir (10 14 ára) á kössunum höfðu engna vegin undan að renna öllum pökkunum,

mjólkunum, ávöxtunum og löngu dánu dýrunum fyrir skannann. Svo vandast málið líka þegar kemur að alls kyns vörum sem skanninn tekur ekki og þarf að fletta upp. Maður veit t.d. ekki alltaf hvað er blómkál, hvað er spergilkál og hvað er avocado.. Ekki þegar meður er 10 ára

. Bidrod 2

 En, áfram með biðraðirnar. Í þeim voru allar þjóðfélagsstéttir og ábyggilega 6 – 7 þjóðerni.  Í röð 5 leið fyrir konu. Hún bara lyppaðist niður í gólfið undan álaginu. Einhver sagði Jesús minn og til hlupu þrír Pólverjar sem  stumruðu yfir henni á pólsku og sögðu án efa margt og merkilegt.

First aid 2

Þeirri íslensku í yfirliðinu virtist ekkert líka of vel við þessa almennilegu útlendinga, allavega bandaði hún þeim óttaslegin frá sér þegar hún rankaði við sér. Hefur kannski haldið að hún væri komin til útlanda og hún hefði verið rænd. Þeir voru alveg bit og maður þurfti ekki að skilja málið til að skynja hvað þeim var misboðið. Fór konan svo úr röðinni og út á plan, sem fætur toguðu – og vagninn hennar bara í reiðileysi þarna í röðinni. Einhver ákafur tók sig til og ýtti honum útúr öllum röðum. Eins dauði er annars brauð. Líka í kjörbúð. Á meðan á þessu stóð leit ég til hliðar og sér þá hvar á að giska 2ja ára ormur skríður upp allar hillur og stefnir óðfluga að sjámpóbrúsunum. Enginn virðist kippa sér upp við þetta, enda nóg að fylgjast með yfirliðinu og samræðum annarra í röðinni og svoleiðis. Mér list ekki á blikuna og stekk að krakkanum og kippi honum niður. Rak krakkinn upp skaðræðisöskur enda var ég að trufla það áform hans að næla sér í pákaegg, sem einhver hvaði troðið inná milli sjampóglasanna. Svo mikið var þetta öskur að díd-hljóðin á kössunum hættu andartak.

 krakkiEinhver spurði hvar mamman væri, en hún kom fljótlega aðvífandi klyfjuð vínberjum sem hún hafði verið að troða í skjóður stórar. Sagði að aldrei mætti líta af þessum krökkum. Svo var að sjá að hún hefði verið mér lítið þakklát fyrir að bjarga barninu frá bráðum bana innanum sjampó og kafrjótt folk í biðröðum. Ég hugsaði með mér hvað mannkynið væri orðið firrt, það er sama hvort maður bjargar börnum í búðarhillum eða frúm í yfirliði, þetta er tekið sem argasta afskiptasemi. Jahérnahér.

Þegar ég kom aftur að körfunni minni eftir björgunarleiðangurinn, var búið að bæta í hana diverse dóti, valið af kostgæfni og smekkvísi. Þarna ægði saman. gosi, snakki, stílabókum, Teflon-potti í kassa, Mars, Snickers og glás af litlum páskaeggjum frá Galaxy. Ég horfði spyrjandi augum í kringum mig, en enginn vritist vita neitt, einn fór meiraðsegja að flauta og horfði til himins. Ég týndi þetta rólega upp úr og setti til hliðar, en hélt litlu Galaxy eggjunum. Takk fyrir körfuruglari.  Fyrir aftan mig voru hjón að bera saman númerin í farsímunum sínum. Þau héldu dauðahaldi í sömu körfuna en voru með símana í hægri hendi. “Hvað númer ert þú með hjá Óla? Já, ok, sama og ég. En hjá Siggu? Nei, það hlýtur að vera vitlaust hjá þér..….” og svo framvegis og framvegis. Margt má sér til dundurs gera í biðröðum.  Fólkið fyrir framan mig var á andlegri nótum. Þegar þau höfðu þagað í nokkra metra, snéri maðurinn sér allt í einu að konunni ogad versla saman sagði: “Heldurðu að þetta hafi verið rétt hjá henni, þetta með líf eftir dauðann?” Konan var alveg á því og uppúr þessu hófust hinar áheyrilegustu samræður þessa andlega þenkjandi pars. Það er fyndið að hlusta á aðra tala svona, það er dálítið eins og maður liggi á hleri.  Maður lætur á engu bera, en stendur sig að því að hluta af athygli.

Svona getur verið gaman í Króninni um kvöldmatarleytið daginn fyrir skírdag.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Krúttið mitt, ég vissi ekki að þú værir kominn í blogghópinn! Velkominn - og viltu vera bloggvinur minn??

Já, ég hugsa um það í hverri búðarferð, að NÚNA ætli ég að fara að panta bara vörur eftir lista og láta senda. Ó, þeir gömlu góðu dagar, þegar Gunnar á Hól kom heim til mömmu með ýsuna í dagblaði og Baldur setti kassana með öllu hinu á pallinn bakvið. Og kisa malaði á glyggasyllunni og beið eftir að mamma gæfi henni fiskafgangana.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.4.2007 kl. 20:01

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Kannast við svona búðarferðir. Stóð einu sinni í brjálaðri röð í bakaríi. Þar var stúlka sem annað hvort var nýbyrjuð að afgreiða eða treggáfuð eða hvort tveggja. Eftir fjörutíu mínútna bið sneri hún sér að mér og spurði: Ætlaðir þú að kaupa eitthvað? Ég svaraði að bragði: Nei, ég stend hér alltaf milli þrjú og fimm á sunnudögum. Aðrir í röðinni kímdu en henni fannst þetta ekkert fyndið.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.4.2007 kl. 22:33

3 identicon

Mikið var þetta skemmtileg lesning.  Yfirleitt finnst mér gaman í biðröðum.  Ég nota einmitt tímann til að ,,liggja" á hleri og virða fólk fyrir mér í laumi.  Þetta er oft gefandi eins og sannast á textanum þínum. 

Já. Gunnar á Hól og Baldur.  Þetta voru yndislegar persónur.  Nú fæ ég svona afturhvörftilgömludaga.  Þúsund þakkir,  (mig langar líka í kisu).

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 22:59

4 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Ótrúlega skemmtileg lesning hjá þér Guðný Anna og þú nærð næstum að lýsa biðröðinni þannig að mér líður eins og ég hafi staðið með þér í röðinni.  Er það ekki ótrúlegt hvað Íslendingar geta ekki verið búðarlausir í einn dag?  Þá er bara eins og allt verði vitlaust.  Ég hef einu sinni lent í því að fara í bónus á þorláksmessu og þar var slegist um epli. 

Kolbrún Jónsdóttir, 6.4.2007 kl. 23:37

5 Smámynd: www.zordis.com

Best er að vera einn í biðröð, tops 2 ....   Skemmtileg lesning um firringu þess að ná ... Þú hefur notið þín stresslaust og meir að segja bjargaðir barni frá bráðri hættu.  Hetja hvunndagsins!

www.zordis.com, 7.4.2007 kl. 09:09

6 identicon

Gott innlegg í lífspússluspilið og hugsa um af hverju voru einungis útlendingar sem aðstoðuðu þegar leið yfir einhvern.  Væri konan enn verr farin ef íslendingarnir hefðu einir verið í röðinni og rúllað innkaupakörfum sínum yfir hana.   Okkur vantar fólk til að kenna okkur aftur kærleika.

kveðja og gleðilega páska

Þóroddur (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 19:55

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk, góða fólk. Einmitt, það vantar sko meiri kærleika, mikið voðalega er ég sammála því. Ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir fólki sem þorir að sýna slíkt á þessum síðustu og verstu....Lifi kærleikurinn. Góða páska!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.4.2007 kl. 01:06

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sumt fólk verður brjálað þegar því er hjálpað..annað fólk fær svo enga hjálp og þá verður allt brjálað...svo koma hugrakkar konur og bjarga börnum upptekinna foreldra og foreledrar ekki glaðir...úff það er vandlifað í veröld. Best að fara bara í röðina og lesa bloggið.

Skemmtileg færsla....Gudnyanna min.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.4.2007 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband