Sunnudagur, 1.4.2007
SSH
Skemmtilegasti saumaklúbbur heimsins komst aðeins nær lausn lífsgátunnar á laugardaginn. Lykilatriði í umræðunn að þessu sinni: (1) Umræðan í þjóðfélaginu er svart-hvít. Fólk sem aðhyllist víðsýni og hófsemi og sér margar hliðar mála, kallast vinglar. Það er afleitt. (2) Fólk er almennt afar upptekið af þægindasvæði sínu og hættir sér lítt út fyrir það. Það er afleitt. (3) 19. maí 2007 verður mikill merkisdagur. Það er frábært. (4) Skyndilausnir eiga stundum rétt á sér. Það er partur af víðsýni. (5) Fáar fjólur eru svo fallegar og fullkomnar, að þær fölni ekki um síðir. Það er afar afleitt. (6) Ferðalög eru ávanabindandi. - Hvernig þessi lykilatriði fléttast svo saman og verða umræðugrundvöllur lausnar lífsgátunnar er svo efni í nokkra kafla í saumaklúbbskrónikunni.
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Mikið eruð þið myndarlegur hópur! Og skemmtileg umræðuefnin!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.4.2007 kl. 23:38
Ehemmm....treysti aldrei saumaklúbbum.
Jamm og ha og jah.......konur eins og ég endast aldrei í saumaklúbbum því við erum alltaf á öndverðum meiði og segjum það á þann máta að manni er ekki boðið í næsta. Þannig er nú það..en lifi saumaklúbbar sem segja satt!!!! mIsritaðist sem "aumaklúbbar" og ég velti fyrir mér hvort það hafi verið tilviljun eða hvort ég hefði ekki átt að leiðrétta misskilninginn?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.4.2007 kl. 00:16
Mér líst bara vel á þessi lykilatriði og tel nokkuð víst að þarna sé komið svarið við lífsgátunni. Það vantar aðeins herslumuninn held ég.
Ekki kom ég mér á Súfistann um helgina. Hreint alveg makalaust. Þetta er samt líklega af því að mig vantar þetta lífsgátusvar.
Kærar kvöldkveður á Bryggjuna.
Þín Unnur
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 01:07
Hvað gerist 19. maí? og góður punktur þessi með fjólurnar og það ER afleitt.
Hrönn Sigurðardóttir, 2.4.2007 kl. 08:28
Ég spyr líka; Hvað gerist 19. maí??
SigrúnSveitó, 2.4.2007 kl. 09:30
Skyndilausnir eru skemmtilegar ... Saumaklubbar er fyndið nafn á samkomu kvenna sem sauma ekki á fundum!
www.zordis.com, 2.4.2007 kl. 19:48
Þessum saumaklúbbi með hannyrðaröskun á háu stigi, er sko óhætt að treysta. Hann bregst aldrei. - 19. maí verður stórsamkomu afmælisárgangi í Verzlunarskóla Íslands. Við saumaklúbburinn eigum þá afmæli ásamt fjölmörgum öðrum. Það er allt á kafi í skipulagningu. Svo á ég líka stórafmæli ásamt félögum mínum í öðrum klúbb, það er útskriftarárgangurinn minn úr Háskóla Íslands. - Var nokkur að spyrja um árafjölda?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.4.2007 kl. 20:20
Ég elska saumaklúbba. Þeir eru salt jarðar.
Steingerður Steinarsdóttir, 6.4.2007 kl. 17:07
Það er fallega orðað....salt jarðar. Ég mun tilkynna þetta viðhorf sérstaklega á næsta fundi.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.4.2007 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.