Miðvikudagur, 28.3.2007
Vinklar
Hún sagði: Hann horfir á túnglið og segir sjáðu túnglið á meðan ég segi hvað eigum við mikinn pening. Svo vill hann kaupa grímur fyrir næsta gamlárskvöld afþví þær eru á niðursettum prís meðan ég spyr hvernig eigum við að borga leiguna. Hann er loft en ég er sement. Hann er ský en ég er drullupollur. Okkur finnst samt gaman að púzzla Neanderthelsmanninn. Ég sit og sit og vil klára en hann er rokinn áður en við náum hægri handlegg.Hann sagði: Ég reyni að vera skáldlegur til að lyfta okkur uppúr þessum hversdagsdrúnga, en hún hugsar bara um hvort við eigum fyrir næstu magafylli. Hvað skiptir það máli, ef túnglið veður í skýjum og á heiminn bregður ævintýrabirtu? Ég vil gleðjast, kaupa grímur fyrir næsta grímuball, já, jafnvel næsta gamlárskvöld, en hún hugsar bara um andfúla leigusalann. Hún er ótrúlega leiðinleg, satt best að segja. En bæði getum við haft af því nokkuð gaman að púzzla, svona um stund, að minnsta kosti. Þetta er einhvers konar frummanns-mynd, að mér heilum og lifandi. Stundum yrki ég um þó um það ljóð.Ég sagði: Voðalega marrar mikið í snjónum. Gamli gaurinn dæsir meðan sá ungi fnæsir. Það storknar í nefinu á manni. Geltir garmur á hjarni?Það sem tilveran getur verið án ríms og ryþma, en tónað samt.
Hvar er púnkturinn milli austur og vesturs? Er púnktur?
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
mótvægi, jafnvægi, andvægi ... vægi tilverunnar felst í balance þess að vera! Þau halda áfram lífið með sínar hugsanir um grímur og leiguna um hvort þetta sé svona eða hinsegin. Minnir mig óneitanlega á líf þegar ung tvítug stúlka ætlaði og gerði. Svaf meðal svína, borðaði með konungum og stóð jafnrétt í bakið eftir sem áður!
www.zordis.com, 28.3.2007 kl. 22:58
Oooooo, þið eruð svo spakar. Hux, faðm.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.3.2007 kl. 23:59
Púnkturinn hlýtur að vera maður sjálf/ur!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.3.2007 kl. 05:10
Yndislegur texti. Já. Hvað væri þetta líf án drauma? Saman verður þetta órofa skáldverk og eins gott að einhverjir skrásetji það. Hvort skyldi það verða hún eða hann í þessu tilviki? Þessi texti rímar endalaustog og veitir innblástur frá fyrstu málsgrein : leiga, eiga, mega, gríma, ríma, líma, glíma, híma, síma, míma, RÍMA, tíma, víma - ja hérna. Láttu daginn ríma við það sem þig langar. Þín Unnur
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 07:53
Tveir hausar með tvö augu og par af eyrum hvor...en útsýnið allt annað og ræðst kannski af ákvörðun sem gerist í heilanum...eða hjartanu..eða sálinni...hvert og hvernig kosið er að horfa. Svo stendur leigusalinn og hrofir á túllið frásérnuminn og aldrei hvarflar að honum að pússla einum punkti.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.3.2007 kl. 08:54
Hehehe, nákvæmlega, erðetta ekki makalaust?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.3.2007 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.