Sunnudagur, 25.3.2007
Sunnudagur til sælu
Kvæðabálkurinn var fallega sunginn og hljómsveitin fjarska flott. Þó að engin rökleg tenging sé á milli Áltanessins og bálksins(allavega ekki sem ég veit um) hugsa ég alltaf um þann stað og brimið við ströndina þegar ég upplifi verkið. Það er reyndar ekki briminu fyrir að fara á þessari mynd, hvar húsin speglast í sjónum.
Einkanlega tók hún Hildigunnur bloggvinkona mín sig vel út. Carmina Burana er alltaf eitthvert magnaðasta verk sem ég heyri. Ég naut hvers tóns, hvers andartaks. Mæli með þessu við alla.
Í dag fékk ég gjöf frá Japan. Rosalega flotta handtösku með japönsku (nútíma-) mynstri. Voðalega varð ég glöð yfir þessu!
Japan og Carmina, sunnudagur, þvottar, skutl, símtöl, undirbúningur fyrir vikuna. Harla gott.
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Vildi að ég hefði getað verið á þessum tónleikum. Þess í stað varð ég að velja milli þess að hlusta á frænku mína sem söng í kórnum og fara í fermingarveislu annarrar frænku. Fermingin varð ofan á.
Steingerður Steinarsdóttir, 26.3.2007 kl. 10:43
já gaman hefði verið að heyra CB.
Til hamingju með gjöfina
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2007 kl. 11:18
Sumir sunnudagar eru einfaldlega betri en aðrir. Þessi sýnist mér hafa verið harla góður hjá þér ef tekið er mið af tónleikunum og japönsku töskunni.
Svona fallegur mánudagur hefur vonandi farið um þig mjúkum höndum. Faðmlag yfir (út og suður). Þín vinkona
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 17:25
Sammála, Carmina Burana er stórkostlegt verk og unun á að hlýða - ég var á tónleikunum klukkan fimm. Svo sannarlega sálarbætandi. Og til hamingju með gjöfina frá Japan, svona dagar bæta upp ótal aðra gráa og leiðinlega.
Sigga Magg (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 13:31
Ógissssslega gaman að fá gjafir, hvort sem þær eru í formi þess fasta eða tóna, snertingar eða vitundar! Nú vil ég fá mynd af konunni með gjöfina!
www.zordis.com, 27.3.2007 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.