Berlínardagar

 IMG_4284IMG_4322

Það fyrsta sem vekur athygli manns við að koma á afvikinn stað á flugvellinum í Berlin er yfirþyrmandi sítrónulykt. Það er engu líkara en að það hafi verið kreist úr þrjúþúsund sítrónum yfir gólf, salerni og vaska. Maður kann sko ekki við framkalla neina kúkalykt á svoddan stað.IMG_4328


Röðin og reglan er annað, sem vekur athygli manns. Alles in ordnung. Ég átti eftir að sjá merki þess í dömu-tusku-búðum, þar sem raðað var eftir 1) litasjétteringum; 2) stærðum; 3) undirstærðum, s.s. extra víddum, eða extra stuttum buxum o.s.frv. 3) merkjum. Öldungis dásamlegt og kemur í veg fyrir mörg óþarfa herðatrjáslög og vafstur. Ég átti líka eftir að sjá reglufestuna í umferðinni, sem er afskaplega temmileg og kurteisleg. Ég ég heyrði 2svar í bílflautu og 2svar í babú-bíl. Ein sjón lét mig ekki ósnortna: Óskemmdir almenningssímar sem nýbúið er að pússa með Silvo og Ajax. Allt er svo strokið, sortérað og sjænað. 

Hótelið okkar var Hollywood Media Hotel í anda kvikmyndafroðuborgarinnar. Ég var fyrirfram uppfull af fordómum, enda er ég alin upp á Bergman og Fellini, mánudagsmyndum og frönskum kvikmyndavikum. En þetta kom skemmilega á óvart og reyndist hiið besta hótel. Ég fann auðvitað frá fyrstu stund hvað ég féll vel að Hollywood umhverfinu og fannst ég loksins kominn í hæfandi félagsskap. Til að mynda leið mér sérdeilis vel á rauða dreglinum fyrir framan stórfenglegar, sjálfvirkar aðaldyrnar. Ég hefði samt afþakkað hlutverk í Hollywood og einungis tekið að mér hlutverk hjá Bergman og Fellini......... Eða þannig. 

Hvert herbergi á hótelinu var tileinkað leikara, okkar einhverjum Þjóðverja sem hefur slysast til að leika í (þrjú-bíó) mynd einhvern tíman á sjötta áratug síðustu aldar. Svo lítið var herbergið að væri maður staddur í rúminu, þurfti maður einungis að halla sér dullítið til hægri og þá var maður kominn á baðherbergið. (Ja, öldin var önnur á Fuerteventura: Þar var íbúðin svo stór og víðáttumikil, að maður þurfti að hafa með sér nesti á milli herbergja.) Á baðherberginu á Hollywood Media voru öll þægindi, nema venjulegar, heiðarlegar sápur. Allt sápukyns var í óaðgengilegum skömmtunarumbúðum sem þurfti einstakt lag við að ná dropa úr. IMG_4358

Ég þurfti að taka tilhlaup og kasta mér á sápuskammtarann af öllum mínum þunga til að ná hreinsileginum út.  

 IMG_4353

Berlín hefur upp á geysimargt að bjóða. Sagan kallar á mann við hvert fótmál og það er margt að skoða og upplifa. Menningin blómstrar, það eru leikhús, óperur, tónleikar, listaverkasýningar og svo mætti lengi telja. Maturinn er góður og á mjög hóflegu verði. Vín og bjór eru partur af daglegu lífi og úrvalið óendanlegt. Unnt er að fá ógerilsneyddan bjór af krana, sem er besti bjór í heimi, ekki síst vegna þess að maður fær enga timburmenn af honum, jafnvel þó maður fái sér þrjá. Kaffihúsin í Berlín eru mörg og andrúmsloft þeirra kæruleysilegt, hlýlegt og notalegt, alveg eins og það á að vera. Það er mikið reykt í Berlín og ekki veit ég hvernig Berlínarbúar ætla að halda ró sinni þegar reykingabann á veitingahúsum gengur í gildi 1. apríl n.k. Tískubúðirnar eru glæsilegar, þar á meðal eru þó nokkuð margar "Stínu & Guðnýjar-búðir". Litlu sælkerabúðirnar sem eru í hverri götu, eru ekki bara augnayndi, heldur eru lyktarskynjunar - og bragðupplifanirnar þar engu líkar. Þar er hægt að kaupa úr glerborðunum og standa svo við stam-tisch og úða í sig. 

Á Starbucks var hnippt kunnuglega í mig þar sem ég var að panta tvöfaldan karamellu-soja-latte. Var ekki bara þar komin Erna Bryndís skólasystir úr Verzló. Fagnaðarfundir og kaffi saman drukkið (Svona verður maður fyrir áhrifum af þýskri IMG_4370setningaskipan). 

Það er gaman að fara uppí sjónvarpsturninn sem er 400 metra hár og með útsýnishæð og hringsnúandi veitingastað. Turinn er staðsettur í Austur-Berlín. Lyftan uppí útsýnishæðina fer svo hratt að það leggjast saman á manni hljóðhimnurnar á leiðinni. Hún er 40 sekúndur á leiðinni þessa nokkur hundruð metra. Útsýnið var engu líkt og alltaf jafnundarlegt hvað allir hlutir öðlast nýja/aðra merkingu séðir ofanfrá. Veitingastaðurinn snérist tvöfalt hraðar en Perlan og það líkaði mér vel. (Mér finnst alltaf að það þurfi aðeins að gefa í - í Perlunni.) Maturinn var unaðslegur og alveg sérdeilis prýðilegt að borða svona á hringferð.

Við gerðumst túristar og stigum um borð í dæmigerðan túristastrætó á tveimur hæðum með engu þaki. Svo bara sveif maður um um borgina og fékk hraðfyrirlestra í heyranrtækjum um það sem fyrir augu bar. Flott fyrirkomulag og hentaði mér einkar vel. Aðalatriðin á fleygiferð. IMG_4314

Berlín er toppurinn á tilverunni. Ég fer ekki ofan af því.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú hlakka ég til.  Var að sjá þetta innslag.  Er að þjóta í vinnu.  Beið eftir þessu.  Njóttu dagsins elsku Guðný.

Þín Unnur

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 08:09

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Láttu þér líða vel í útlandinu og andaðu að þér sítrónuilmi.

Steingerður Steinarsdóttir, 19.3.2007 kl. 10:17

3 identicon

Þetta var auðvitað skemmtileg lesning og laðar fram gamlar minningar .  Ég var þarna síðast ´77, ætlaði að lauma mér yfir múrinn svona ,,óforvarindis", en var náttúrlega gripin af ,,STASÍ" og átti að greiða fúlgur fjár þar til þeir sáu Lenínmerkið í barminum.  Hann bjargaði lífi mínu í það skiptið og ég fékk að fara yfir.  Ég minnist líka nákvæmninnar, matarilmsins og veitingahúsanna.  Ég minnist þess að þurfa að greiða fyrir alla hluti, fyrir aðgang að salerni, fyrir salernispappír og síðast fyrir sápu ef ég vildi þvo mér og svo fyrir þurrku (allt sitt í hvoru lagi).  Þetta átti ekki vel við mig.  Fórstu í leikhús?  Ertu annars ekki enn þá komin heim?  Hér skrifar fólk þannig.  Ég hélt að þú værir komin. Hvort sem er þá færðu fallegar kvöldkveðjur frá þinni vinkonu.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 21:00

4 identicon

Mikið væri gaman að koma til Berlínar einhvern tíma. Ich war im Deutschland geboren, ja! ... Að vísu í Mainz ...

En Þjóðverjar elska skipulag ... 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 21:41

5 Smámynd: www.zordis.com

Þú gerir staðinn mjög aðlaðandi!  Aldrei að vita nema ég fylli tankinn og skutlist til Berlin og finni yndislegan ilm sítrusávaxtanna!  Mouthwatering hugsun

www.zordis.com, 19.3.2007 kl. 22:21

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ahh, mig langar til útlanda.  Mig langar í alvöru sælkerabúðir, þetta hlaðna borð lítur himneskt út.  Mig langar í vor... 

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.3.2007 kl. 11:46

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Alls staðar má maður eiga von á því að rekast á vini og kunningja!

En mig langar til Berlínar... og ekki minkar áhuginn eftir þennan lestur

Heiða B. Heiðars, 22.3.2007 kl. 12:40

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Allir til Berlínar, eins, zwei, drei........næsti bloggvinafundarstaður?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.3.2007 kl. 22:33

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mig langar líka til Berlínar ... fólk er yfir sig hrifið af borginni! Eftir þennan lestur VERÐ ég að fara! Fyndið að þú skulir hafa hitt skólasystur þína þarna. Alls staðar eru Íslendingar!  Þekki konu sem var stödd á afskekktum stað á Indlandi ... og auðvitað rakst hún á Íslending þar. Við erum út um allt, samt sleppum við alltaf við að vera sprengd í loft upp í útlöndunum! Frændi minn benti mér á þá merkilegu staðreynd!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.3.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband