Sunnudagur, 11.3.2007
Sunnudagskaka
Hesilhnetu súkkulaðikaka Þessi er franskættuð, hveitilaus og mjúk í miðju Fyrir 6-8 Innihald ½ dl Cadbury´s kakó ¾ dl Heitt vatn 150g Síríus Konsum 150g Mjúkt smjör 250g Púðursykur 150g Fínmalaðar hesilhnetu 4 Egg Leiðbeiningar Hrærið saman kakói og heitu vatni. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og bætið því út í ásamt smjörinu, púðursykrinum og hnetuduftinu. Hrærið varlega þar til allt hefur blandast vel saman. Bætið eggjarauðunum út í og hrærið. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið þeim út í með sleikju. Hitið ofninn í 170 gráður og setjið deigið í mjög vel smurt springform sem er 20cm í þvermál. Bakið í u.þ.b. 60-70 mínútur. Berið kökuna fram volga eða kalda, sigtið yfir hana kakódufti eða flórsykri og berið fram með t.d. ferskum ávöxtum. |
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Væri hægt að nota eitthvað annað í staðinn fyrir hnetur? Hehhehe, djók, ég veit, þetta er hnetukaka!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.3.2007 kl. 14:53
- hvað með að nota döðlur eða möndlur, nú eða jafnvel rúsínu ....??? hehehe.. voða er maður fyndinn... elskan mín, þú getur víst ekki notað þessa uppskrift eða notið kökunnar, en hún er dááááásamleg...
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.3.2007 kl. 15:22
Æjá, þetta er æðisleg kaka, elsku Gurrí getur því miður ekki borðað hana, ég baka sér fyrir hana.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.3.2007 kl. 18:21
Úhmmm...nammi, namm! Svona þarf ég að baka...ég elska hnetur!
Greta Björg Úlfsdóttir, 11.3.2007 kl. 18:28
Vík frá mér satan!! Er í köku- og nammibindindi
Heiða B. Heiðars, 11.3.2007 kl. 19:57
Takk fyrir kveðjuna Guðný!!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 21:12
Ég verð að prófa þessa, minnir mig á ekta franska súkkulaðiköku, uppskrift úr Gestgjafanu eitthvað árið! Ohhhh hvað ég væri til í bita með góðu sterku kaffi ....
www.zordis.com, 12.3.2007 kl. 22:36
Þú besta súkkulaðikakan - þín er saknað. En auðvitað áttu yndislegar stundir þarna þar sem eitt sinn voru múrar. Kvöldkveðja
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.