Sunnudagur, 11.3.2007
Ekki gaman
Mér finnst ekki gaman að rífast og geri það bara ekki, nema að mér finnist gersamlega yfir mig eða mína nánustu gengið ellegar ýtt fast á réttlætistilfinningartakkann.
Mér finnst ekki gaman að hlusta á langar ræður um efni sem ég hef alls engan áhuga á. Því það er margt sem ég hef anti-áhuga á.
Mér finnst ekki gaman að hlusta á baknag og kjaftagang.Mér finnst ekki gaman að verða benzínlaus á miðri Holtavörðuheiði í vonzkuveðri. (Þó verð ég að viðurkenna að það er eitt af því sem getur verið gaman eftirá.)Mér finnst ekki gaman að vera læst inní lyftu (en þó má segja það sama um það og benzínleysið...)Mér finnst ekki gaman að lenda í árekstri.Það er ekki svo margt sem mér finnst ekki gaman.Ég finn eiginlega ekki fleira í bili.
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Þegar allra leiðinlegustu hlutir þróast að verða þokkalega smellnir þá er takmarkinu náð. Ég reyni að "zordisa" mína ógamansömu hluti eða atvik í lífinu og beiti mér fyrir því að þetta sé ekki svo slæmt!
Mér finst ekki gaman að drekka of þunnt kaffi en það svalar oft þörfnni.
Mér finst ekki gaman að rifja upp ekki gaman aðstæður á björtum sunnudegi.
Mér fyndist svakalaga gaman að rölta um í þessum tásuskóm .... LOL
Sammála þér með bensínlaysis líðanina og lyftu atvikið ... fullt af svona ohhh leiðinlegum aðstæðum sem verða hjúkks æði tilfinning!
www.zordis.com, 11.3.2007 kl. 11:48
Það var svo gaman að skokka í morgun. Ég var rennandi blaut í fætur og reyndar smám saman öll þar sem bæði blés og rigndi. Við svona aðstæður er maður svo mikið lifandi og hugsanirnar á fullu.
Tásuskórnir þarna eru dásamlegir.
Ég sá að einhver óskráð gudny hafði gefið mér falleg orð á vísnablogginu mínu og það hvarflaði ekki að mér að það værir þú og ég svaraði þarni ókunnugri konu - en svo sá ég að ÞAÐ VARST ÞÚ. Takk elskan mín.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 12:23
Ég lokaðist einu sinni inni í lyftu í vinnunni minni. Allir fengu sjokk nema ég. Ég var dregin á mjög óvirðulegan hátt upp úr lyftunni sem var föst á milli hæða, hefði frekar viljað bíða þessar mínútur þar til lyftan var alveg komin upp á rétta hæð. Það gerðu bara allir ráð fyrir því að ég væri dauðhrædd sem ég var ekki. Hehehhehe! Líst vel á listana þína, elskan mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.3.2007 kl. 14:08
Einusinni var til - og er auðvitað til enn - bók, sem heitir "Lokast inní lyftu"..... Gurrí, þú hefur örugglega lesið hana, er hún ekki eftir íslenskan höfund?
Já, það snjóar í leiðindin, allavega þessi stóru. Það er deyfingarmekanismi sálarinnar....
Ég er nú á yfirborðsnótunum í þessum gaman/ekki gaman útlistunum....
Tásuskórnir eru snilld og mig langar svo í svona...leita að þeim í Berlín og læt ykkur vita ef mér verður ágengt...
Væri ekki snilld að kenna liðinu að "Zordisa"?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.3.2007 kl. 15:26
guðminnalmáttugur, "Lokast inn í lyftu" er eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk í Svarfaðardal. Þetta var skyldulesning allra þreyttra húsmæðra fyrir svona þrjátíu árum eða þar um bil. Komst annars að því svona til gamans að Snjólaug Braga og Guðjón Brjánsson vinur minn (framkvæmdastjóri Sjúkrahússins á Akranesi) eru bræðrabörn. Skemmtu þér vel í Berlín Guðný mín
Sigríður Jósefsdóttir, 11.3.2007 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.