Gaman

Mér finnst gaman að keyra og hlusta á músíkk í bílnum.

gluggi

Mér finnst gaman að sitja og drekka kaffi með Lone og tala um hvernig er að vera kona á viðkvæmum aldri. Mér finnst gaman að lesa bækur, bara ekki Vetrarborgina eftir Arnald Indriðason, sem er umþaðbil versta bók sem ég hef lesið í 10 ár. 200391231-001

Mér finnst gott og gaman að borða, t.d. sítrónuroðið lambalæri kryddað með splunkunýjum hvítlauk og rósmaríni. Mér finnst gott og gaman að drekka rauðvín. Mér finnst gott að labba úti, en ekki lengi, þá verð ég svo eirðarlaus og fæ stíng í eyrun. Mér finnst gaman að skrifa asnalegar sögur og yrkja fáránleg ljóð. Mér finnst gaman að blogga. Mér finnst gaman að hlusta á gufuna. Mér finnst gaman að búa til Power Point show. Mér finnst gaman að fræða aðra um það sem ég hef sérhæft mig í.  Mér finnst gaman að vera í góðra vina - og fjölskylduhópi. Mér finnst gaman að fara í leikhús. Mér finnst gaman að fara í bíó. Mér finnst gaman að fara á tónleika. Mér finnst gaman að fara á kaffihús. Mér finnst gaman að ferðast.

Mikið voðalega finnst mér nú margt gaman.                  IMG_4265

42-17560527                  Og ég er ekki búin með einn tíunda.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert gamansöm .... mér finst gaman af svo mörgu sem þú nefnir.  Núna er ég með rauðvínsglas sem ég dreypi á, mér finst gaman að gægjast í heimsókn til þín og finst gaman að ganga þangað til ég fæ sting í eyrun ..... Lífið er einstaklega gaman núna!  Takk fyrir gleðina sem endurspeglar tilveruna.

www.zordis.com, 10.3.2007 kl. 23:24

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gaman saman......

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.3.2007 kl. 23:46

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið er ég sammála þér. Það er svo margt GAMAN! Vona að sem flestir fatti það!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.3.2007 kl. 00:03

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vetrarborgin var skelfilega vond og ég veit af hverju.   Þetta er glæpasaga án glæps.  Það er ekkert plott heldur sundurlausar pælingar um ástæður dauðsfalls, sem loks reynist vera slys.   Það er ekki einu sinni vakin upp samfélagsleg umræða eins og kringumstæður gefa tilefni til.  Þetta er svipað og að skrifa ástarsögu án þess að fyrir komi ástarsamband,  eða æfisögu, sem einvörðungu byggir á baknagi um aðra en þann sem fjalla átti um.  Maður bakar varla köku án þess að hafa formið og þaðan af síður ef grunn hráefnið vantar. Sammála þér þarna...en annars finnst mér mjög gaman að þú skulir hafa gaman að svo mörgu.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2007 kl. 03:34

5 identicon

Svona er þetta líka með mig - svo ótal, ótal margt er skemmtilegt.  Núna finnst mér t.d. veðrið svo skemmtilegt og svo finnst mér spennandi að það eigi að hvessa duglega.  Ég ætla að klæða mig upp og fá mér góðan göngutúr svona á íslenskum sunnudagsmorgni.  MMMMMMMMMMMMMMMMMM.   Það er svo gott að lesa svona ,,gaman, gaman", það er eins og að anda að sér fersku lofti og finna blæinn strjúka.  Njóttu alls dagsins.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 09:15

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, maður næstum missir trúna á Arnald....undarlegt, að manninum skuli detta í hug að senda þetta frá sér.  - Annars það með þetta sem er gaman og ekki gaman - gætu orðið erfið hugtök í skilgreiningu! En svona notar maður þetta nú kæruleysislega og óskilgreint í daglegu froðusnakki....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.3.2007 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband