Ergo sum

IMG_4224 Uppáhaldsbörnin mín eru farin eru út og suður nú um hríð.  Meira hvað maður verður háður þessum börnum. Eins gott að maður hefur nóg fyrir stafni og sýslar við hitt og þetta, fetta, bretta.

Hitti Þórunni vélritunarkennara og Lýð landafræðikennara  frá því í Verzló í gær og það merkilega var, að þau þekktu mig bæði. Ekki nóg með það, heldur höfðu þau bæði á hraðbergi sögur af samskiptum mínum við þau og mundu eftir stórri skólatösku og rauðu hári! Ég hebbði haldið að þetta hefði verið æft, ef hittingurinn hefði ekki skeð mjög skyndilega.

Og nú er ég farin að leika í sápubloggi hjá Himnaríkisdrottningunni af Langasandi. Þetta fer að slá Paul Auster og Þórberg út og verður þá tæpast lengra jafnað, nema að HKL. 

IS007-011Nú ætla ég að:

Naglalakka mig á öllum tuttugu nöglunum (valið stendur um hvítt eða bleikt)

Hringja í mágkonu mína og taka amk í 10 mínútur

Hlusta á Passíusálmana

Hlusta svo á Living Theater Vol. 1 (modern music from the Mediterranean and beyond) um leið og ég hlusta á "lárétt eða lóðrétt" með Ævari. Það á að ræða Búddisma að þessu sinni.

Lesa svo dágóðan slurk í Brestunum og vita hvort ekki með mér þróast manvitsslægð

Fara síðan að sofa

Þetta var frekar blár dagur

2358629403


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Gott að vera ruglaður eins og ég ..... Ég kommentaði um þetta blogg hjá Tabba litla fegurðardreng .......  Það eru ekki allar dagar eins sem betur fer en Tabbi á eftir að láta fögrum kona sundla af fegurð hans .....

www.zordis.com, 27.2.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég ætla að halda áfram að galdra inn ókunn tungumál meðan ég hlusta á ísensku álfana og fjöllin! Gerði frábæra tilraun með börnunum áðan...við settum upp ævintýraumhverfi og sungum þaðan á ókunnum tungumálum. Það var magnað!

Góða nótt frú sérstök.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 22:50

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég hitti einmitt gamlan kennara úr unglingaskóla um daginn og hann þekkti mig en ég ekki hann. Málið var eiginlega að ég var ekki komin nógu langt aftur í staðsetningunum. Ég var fullviss um að þetta væri einhver sem ég hefði tekið viðtal við. Blessaður maðurinn var agalega sár.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.2.2007 kl. 10:33

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

vildi að ég væri svona kvenleg!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.2.2007 kl. 19:19

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

"Í eðli þínu ertu (varstu?) alltaf virkilega kvenleg, Signý" sungu Rauðsokkurnar við raust í dentid. Blár er góður litur en ég er ekki viss um að bláir dagar séu góðir. Afskaplega djúpvitur hugsun þetta. Dagurinn í dag var reyndar grænyrjóttur. Don´t ask why... Takk fyrir innlitin, mín öldungis ágætu.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.2.2007 kl. 21:43

6 identicon

Kannast við Þórunni, þótt ég hafi ekki lært hjá henni ... en að lakka á sér neglurnar fyrir Passíusálmahlustun ... það hljómar spennandi, kannski maður prófi?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband