Dagur vina og kaffis

10187680Fylgdi góðum og gegnum manni til grafar í dag. Það er þriðja slík athöfnin sem ég er viðstödd á fjórum vikum. Fyrst var elskan hann Pétur frændi, svo var Sæmundur minn og svo í dag var pabbi Valda vinar míns, Þorsteinn Þorvaldsson. Athöfnin var yndisleg og gott að kveðja góðan mann á fallegum og heiðríkum degi. Erfidrykkjan var í Perlunni og útsýnið engu líkt, nema útsýninu úr Perlunni á frábærum degi.

 

familySvanhildur mín kom frá New York í tilefni ofangreindrar athafnar og ætlum við að hittast á miðvikudaginn. Hef ekki talað við hana í ár og síð og nú verður gerð bragarbót á því. Hlakka til!

 

 

Ekk var það beinlínis rangt hjá henni Guðríði bloggvinkonu minni hér að ofan, að framundan væri dásamleg vinnuvika, því að ég fer til Keflavíkur í ráðgjafarverkefni eftir mína venjulegu vinnu á morgun og svo er það stofan á fimmtudaginn.  Vinnuvikan verður því skrautleg.  En ekki kvartar maður á meðan manni þykir vænt um verkefnin sín.  Verst hvað verður lítill tími til bóklestrar.

73213580


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þakka þér kærlega fyrir. Já, nú vona ég að þessu sé lokið í bili. Já, vikan er þegar byrjuð að vera skrautleg, sveimérþá. Skraut er betra en litleysi, ekki satt? Hafðu það sjálfur afar gott og blessað, Guðmundur. Bye the way, finnst þér ekki gaman að leika í sápublogginu eða bloggsápunni hennar Gurríar???

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.2.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband