Sunnudagur, 25.2.2007
Rauðvín kemur við sögu á hverjum degi
Það var svo gott að hafa alla í mat í kvöld, þ.e. Gauta og Freydísi. Borðað, spjallað og nýjar ístegundir prufaðar. Ég ætlaði að gera svo gasalega flottan kjúkling, soðinn í rauðvíni að frönskum sið, í tilefni af því að dóttlan var að koma frá Frakklandi. Þetta átti líka að vera kveðju-stórmáltíð fyrir einkasoninn, þar sem hann fer til Japan á miðvikudag.
Svona getur nú ástandið orðið á manni eftir erfiða daga. Og erfiðar nætur. Ég drakk mikið af hvítvíni í gær og líka rauðvíni. Of mikið. En veislan hjá Dísu var yndisleg og það er sko hægt að mæla með Fjalarkettinum sem matstað. Frábært.
Nú ætla ég að fara að sofa og láta mig dreyma um svona morgun:
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Sofðu rótt og megir þú vakna eldhress. Dásamleg vinnuvika fram undan!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.2.2007 kl. 23:11
Í faðmi fjölskyldunnar er hlýr og góður staður, jummý jumm, matseðillinn og meðlætið hljómar unaðslega Á faraldsfæti, komur og kveðjur ....... Ég gæti alveg látið mig dreyma um svona morgun með sæta karlinn mínn að færa mér nýbakaða kleinu og rjúkandi kaffi!
www.zordis.com, 25.2.2007 kl. 23:12
Ehemmmm.....stundum opnar rauðvínið nýjar lendur þar sem ekki er haldið aftur af mannheima minnimáttarkennd og hleypir því í gegn sem þurfti að heyrast. Skál!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.2.2007 kl. 23:18
Maður fær hreinlega vatn í munninn af því að lesa þessa færslu.
Steingerður Steinarsdóttir, 26.2.2007 kl. 11:43
Já. Merkilegir dagar hjá þér vinkona og atburðaríkir. Mér tókst að fljúga af hjólinu mínu á föstudag og lenda svona fyrst og fremst á nefinu. Hreint glæsilegt en svo glöð að vera óbrotin. Já. Það er bara frábært svo fjólublá og skorin dansa ég hringi af tómri gleði og þakklæti til einhvers.
Faðmlag
Þín Unnur
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 19:05
Takk fyrir innlit og komment. Já, fátt er nú betra en fjölskylda og rauðvín, nema ef vera skyldu bækur, kaffi, músíkk - og bloggvinir.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.2.2007 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.