Laugardags-tjill

IMG_4235Laugardagsmorgnar, laugardagsmiðdegi og laugardagseftirmiðdagar, kaffi, bækur, blöð, heimstónlist í útvarpinu og eftir það bókmenntaþátturinn "Glætan".

Það er sko glæta á svona degi.

Og ég er á leið í Mastersútsriftarveislu Dísu vinkonu og síðan út að borða í tilefni af "Food & Fun"  með rauðvíns/matar/klúbbnum. Ég afboðaði mig í veisluna til Unnar Hebu (..uhu... ekki hægt að vera allsstaðar)  en óska öllum nýjum Masterum þessa lands til hamingju með daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vonandi verður kvöldið alveg dásamlegt hjá þér, elskan mín. Komst að ýmsu um þig á bloggarafundinum í dag, múahahhahahah! Þú ert tengd uppáhaldssýslumanninum mínum sem mætir í afmælin mín alltaf þegar hann getur. Svona er heimurinn nú lítill.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.2.2007 kl. 18:46

2 Smámynd: www.zordis.com

g-ÓÐA skemmtun ................ frábært þetta food and fun dæmi!

www.zordis.com, 24.2.2007 kl. 20:45

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hmmm, svosem allt í lagi með síðuna sjálfa, en enetation (kommentaþjónninn minn) er stundum að stríða mér. Oft betra að svara af Firefox en IE, ef þú ert með eldrebbann uppsettan.

Og uppáhaldssýslumaðurinn hennar Gurríar er líka uppáhaldssýslumaðurinn minn, þó mér hafi tekist að sármóðga hann einu sinni...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.2.2007 kl. 21:32

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Well, well. Ég er já tengd sýsla í gegnum dóttur mína.... mikið rétt. Hann er mikill ágætismaður, þó umdeildur sé. Réttsýnn er hann - og oft á tíðum alveg sérdeilis skemmtilegur! Svo á hann þvílíka inndæliskonu fyrir maka og algerlega frábær börn, Kristrúnu, Melkorku, Kolfinnu og Kjartan. Ég ætla ekki að byrja að lýsa bróðurdóttur hans sem svo vill til að er dóttir mín....Það er náttla toppurinn.

Hvernig fórstu að því að móðga manninn, Hildigunnur mín?

Gurrí mín, kvöldið var gott. En varð mér samt mikið hugarfóður vegna þess hversu kona - sem er eina konan sem hefur svikið mig um ævina - gerði sér dælt við mig og bestu vini mína. Margt er í kýrhausnum kjeðelígt og kommóðulegt, eins og Hulda mín í Eskifirði (bær í sveitinni á Eskifirði....) sagði.

Vá, ég tel niður þar til í apríl. Nefndu dag og tíma!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.2.2007 kl. 04:24

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, það verður ekki við allt ráðið. Mæli með Fjalarkettinum!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.2.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband