Föstudagur, 23.2.2007
Dottis panikee
Í dag varð ég fyrir mystískri reynslu, hitti íslenska nútíma ofurkonu, ekki orðna þrítuga, varð vitni að ótrúlegu samtali sem byrjaði í andstæðu og endaði í samfellu - og hitti konu í garnbúð. (Ég prjóna ekki né heldur hekla ég - any more). Og er þá fátt talið. Svo hlustaði ég á Andrea Bocelli taka Panis Angelicus og heyrði í fólkinu mínu í símann og í raun. Keypti mér vatnsheldan maskara, eftir að hlusta á Brynju frænku lýsa íslensku spítalalífi af sinni alkunnu snilld. Þá gerði Maybelline non-waterproof maskinn mér það að smyrjast yfir Chanelsmurðar kinnarnar í bunum og bugðum. Ætla ekki að lenda í því aftur. Lífið þyrfti eignlega að vera waterproof.
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Ég er svo feginn að þurfa ekki maskara eða eitthvað til að smyrja kinnarnar ... ekki þarf ég að greiða mér mikið heldur - svo á ég fá jakkaföt ... ergo: mjög skemmtilegt að veðja á mig sem fljótan mann að taka sig til
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 23:17
Já, það er örugglega oft mikil guðsblessun að vera karlkyns....svona allavega í þessu tilliti.....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.2.2007 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.