Föstudagur, 23.2.2007
Nútímakvenkyn íslenskt
Ég er ekki nútímakona.Ég hata allt markaðskjaftæðið og útlitsdýrkunarfasismann. Ég bý við jafnræði á heimilinu og í fjölskyldunni. Ég er ekta gamaldags Rauðsokka eins og mamma. Samt vil ég að mér líði vel í striti dagsins, barnauppeldi, karríer og Casa-heimilis-uppbyggingunni. Því ég strita eins og Íslendingur og kona og það langskólagengin kona með tvö börn. En ekki hvað. Ég ER.
Þessvegna fór ég í netta handsnyrtingu í dag. Maður getur þó leyft sér það. Það var næs og ég var bara eins og þónokkur skvísa eftir á. Með gervineglur sem þola varla mikið, en hvað um það.
Og þegar ég fór í Hagkaup að kaupa mér fegrunarkrem (sem vinkona mín sagði mér að væri til þar á góðu verði, tæki alla poka, bauga og allt þetta, sem ég man varla hvað er...) þá bara var mér boðið Cellulite-krem ókeypis. Svo ég bara fékk það. Ég verð þá almennileg í þunna kjólnum á Pottormakvöldinu hjá Gústa. (Kjóllinn er nefnilega svo þunnur, að cellulitið sést í gegn...)Á leiðinni úr ræktinni, eftir vinnuna og handsnyrtinguna og ræktina, kom ég við í 10-11 og sá þar nýjasta nýtt í varameðferð, sem er svona lipgloss með þrýstni-aukandi efni, ég splæsti í það. Bar á mig og leit í bílspegilinn og sá að ég var næstum eins og Angelica Jolie. Vá. Var of sein að ná í krakkana, en fóstrurnar skildu mig svo vel, sérstaklega þegar þær sáu neglurnar.
Á morgun fer ég í prufutíma í stradavafningum. Það er svona aukabúgrein hjá stelpunum sem bjóða uppá brúnkumeðferðina, sem ég á pantað í klukkan fimm.Ég vona að ég verði ekki of þreytt, Gústi ætlar að ná í börnin klukkan fimm, þannig að ég ætti að vera í góðu stuði klukkan sjö, þegar tengdó koma í mitt fræga læri. Sjitt, hvað ég er þreytt.Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Þú hefur gleymt lífinu á hraðspólun. Það er pásutakki þarna líka. Prófaðu hann.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2007 kl. 01:48
Ég þarf að segja þessari íslensku ofurkonu það. Eiginlega þyrfti að taka hana í smáterapíu, elskuna atarna.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.2.2007 kl. 10:50
Hef orðið vör við það í símtölum og samtölum, að sumir halda að ég sé þarna að skrifa um sjálfa mig, svo er ekki, heldur er ég að skrifa út frá brjósti ungrar vinkonu minnar, sem er að fara með sig á kröfum samfélagsins - og að sumu leyti sínum eigin kröfum. Ég verð að biðjast afsökunar á því hvað ég er mikill þöngulhaus, að halda að aðrir skilji þetta....!!!!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.2.2007 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.