Yfsilon

 house+light

Alveg er það ótrúlegt hvað lífið er skrýtið, skondið og skelfilegt. Maður bara fer inní garnbúð og sér alltíeinu að konan sem er að afgreiða heitir Gréta og býr í kjallaraíbúð.  Hún hefur alltaf haft dálæti á því að safna fjölskyldunni saman og bakar þá gjarnan rice-crispies kökur sem hún skreytir fjálglega. Henni finnst hún aldrei hafa flutt inní íbúð fyrr en hún hefur málað ganginn þar gulan. Hún þolir ekki krísantemur (chrysanthemum). Uppáhaldsbókin hennar er Hjartastaður eftir Steinunni Sigurðardóttur. Hún drekkur aldrei neitt sterkara en Coca Cola - og Malt um jólin. Hvernig getur maður vitað þetta? Og eiins og til að skemmta Skrattanum eða bjóða Jesúbarninu byrginn (ekki Byrgið) kemur dóttir þessarar konu í kaffi til vinkonu manns og segir frá öllum ofangreindum hlutum. Svona í forbífarten, þegar hún er að segja frá ýmsu öðru.Er yfsilon í yfir?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband