Fimmtudagur, 22.2.2007
Af piparmeyjum og hrognum og lifur og fleiru ljúfu
Ætlaði mér í kvöld að horfa og hlusta á eldorgel á Austurvelli, en var svo heltekin af nýrri og versnandi sjálfsmynd minni, þegar heim kom, að ég hætti við að fara. Vænti þess að njóta Safnanætur á morgun, það finnst mér skemmtilegt fyrirbæri, naut þess í fyrra og hitteðfyrra. Ég elska Reykjavík afskaplega heitt (og ekki síst Laugaveg) eins og ég hef víst margtuggið. Mér varð einmitt á að hneyksla vin minn ærlega í dag, þegar ég sagði honum í óspurðum fréttum að mér fynndist miklu skemmtilegra að fara í gönguferð um Laugaveg og Skúlagötu en Heiðmörkina. Þetta þykja helgispjöll. Þessi sami vinur minn tjáði mér að frændi hans hefði nýlega nefnt tvíburana sína kornunga, Hrogn og Lifur. Þetta eru stelpa og strákur, ætli það sé þá strákurinn sem heitir Hrogn? Hefði Hrognkelsi ekki verið nær? Öllu lætur maður nú ljúga í sig.

Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Hahahahaha, það sem fólki dettur í hug, hrogn og lifur - ekki nema það þó!
Guðrún Eggertsdóttir, 22.2.2007 kl. 23:03
Frændi minn sagðist alltaf myndu skíra börnin sín Pott og Pönnu - hann stóð nú ekki við það, trúlega hefur móðirin ekki samþykkt þessi nöfn.
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.2.2007 kl. 23:20
Heheheheheheheh! Frábær dagur greinilega, nema þetta með fjandans spegilinn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 23:56
Ég er að hugsa um að skýra börnin mín Nál og Tvinna.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2007 kl. 02:57
Mín börn munu heita Skinn og Hörund ... eða Skip og Bryggja! Snilld er þetta!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.2.2007 kl. 09:11
Já, sveimér ef ekki bara Gög og Gokke.
Já, Guðmundur, ég vil sem alþjóðlegtast Ísland og sem íslenskast alþjóðasamfélag, if you know what I mean. Aðhyllist blöndun af öllu tagi, held að það sé affarasælast þegar á heildina og til lengri tíma er litið.
Takk fyrir kommentin, öllsömul, kæru vinir.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.2.2007 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.