Miðvikudagur, 21.2.2007
Bók, Borg, brestir
Bókin bíður róleg. Má til að segja þetta: Ég var að lesa skoðun Guðbjargar Kolbeins á svart-hvíta stílnum á Borginni. Önnur eins helgispjöll í arkítektúr hef ég sjaldan upplifað og þegar ég gekk um "mín" gömlu salarkynni á Borginni eftir að búið varð að skemmileggja þar. Ég spái því líka að innan skamms verði búið að gjöra flest til fyrri vega þar innanbúðar. En nú fer ég á vit Bresta í Brooklyn og hitti fyrir Paul Auster og hans menn.
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Bið að heilsa í Brooklin.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.2.2007 kl. 00:10
Langt síðan ég hef komið á Borgina. Ég vissi ekki að það væri búið að breyta henni einu sinni enn. Hélt að þar hefði allt fengið að vera í friði síðan Tommi átti hana og reyndi að færa þar sem mest til upprunalegs horfs, er greinilega ekki með á nótunum. Hef samt ekki geð í mér að fara á stúfana að skoða, ef það er búið að setja allt í svart og hvítt þar innan dyra. Er Mokka virkilega eini staðurinn sem fær að vera í friði, og hversu lengi verður það enn?
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.2.2007 kl. 10:23
Mér dettur í hug: Hornið hefur haldist óbreytt frá upphafi. Gott er að hafa einhverja svona fasta punkta í tilverunni.
Guðrún Eggertsdóttir, 22.2.2007 kl. 11:12
Já, Hornið og Mokka breytast aldrei, og ekki heldur réttirnir/kaffið/kakóið þar! Já, gott er að hafa föstu punktana, satt er það og rétt. Gott ef það verður ekki mikilvægara með aldrinum.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.2.2007 kl. 21:59
Aumingja aumingja aumingja Borgin.
Eru engin takmörk fyrir hvað má eyðileggja og gera trendí í þessari borg?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.2.2007 kl. 20:49
Nei, engin takmörk. Virðingin fyrir nýjustu dellum arkítekta, einkum innanhúsarkítekta, er takmarkalaus. Svo er maður bara afturhaldsseggur ef maður segir eitthvað. Mér er svosem slétt sama þó ég sé kölluð afturhaldsseggur, meðan ég veit sjálf, að svo er alls ekki....!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.2.2007 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.