Nótt og dag

aroundevelampNóttin færist yfir eftir dag sem var fullur af fundum, tali, augum, kaffi, samræðulist, fyndni, krakkakjái, tilfinningum, tölvuskjá, skóáburði, Coco Chanel, tertu með smjörpappír og karamellu, vinaspjalli, minningum, gamalli teikningu sem rak á fjörur, samtali við dóttur, samtali við son, bensínskemmtiferð á bensínstöð, Hótelsurfi um Bostonvef, naglalakki og kaffi. Semsé meira kaffi.  Nóttin hefur færst yfir. Ég verð ein með nóttinni. Á morgun kemur nýr dagur sem verður fullur af öllu mögulega, sumu sumu og öðru öðru.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lífið er sama örskotsaugnablik, spilað á misjöfnum hraða.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.2.2007 kl. 00:53

2 Smámynd: www.zordis.com

Heill dagur framundan sem líður eins og dögg fyrir sólu, sem nærir sálina og markar sporin.  Heill dagur af vináttu, baráttu og kaffidrykkju.  Heill dagur sem sem skapar eilífðina og endalokin þegar nær dregur!  Ég ætla að eiga góðann dag í háhæluðum skóm, kaupa appelsínuvél, og valhoppa með litlu stelpunni sem hvílir í hjartastað!  Dásamlegur dagur eins og þú

www.zordis.com, 21.2.2007 kl. 08:07

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er svo mikil stemmning að kíkja á bloggið þitt! Maður dettur niður í gamlar minningar, fer næstum að finna lykt úr fortíðinni með minningabrotunum ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.2.2007 kl. 16:55

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Jemundur, Gúrrí mín, er ég bara melankólísk kella sem veltir sér uppúr minningum??? Takk fyrir frábær komment öllsömul!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.2.2007 kl. 20:34

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér dettur bara ekkert í hug að segja og er bara sybbin eftir daginn, sef allar nætur eins og klettur í hafi eða selur á klöpp Takk fyrir að vera bloggvinur minn

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2007 kl. 22:29

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, bloggvinir setja svo sannarlega svip sinn á daginn! Verst að komast aldrei í samband við þá fyrr en seint á kvöldin! Takk, stelpur & strákar!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.2.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband