Glimps

Ég man laugardaga þegar pabbi var að spúla gluggana í Pöntun. Og Agnes kom að fá mig út í "yfir" og ég sagði nei, ég þarf að hjálpa pabba með gluggana. Og mamma var að gera hjónabandssælu fyrir Ragnar því hann var að vinna laugardagsskrifstofuvinnu. Ég man gargið í mávunum og lyktina úr bræðslunni. Ég man Gunnar á Hól spígspora eftir götunni með hjólbörurnar. Og ég man að Hlíf var að spila Nínu og Friðrik á fóninn í stofunni og mér fannst það um það bil það flottasta sem ég hafði nokkru sinni heyrt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Æskuminningarnar ...  Ég man líka bræðslulyktina að austan, brakið í trégólfinu og þegar við vorum að dorga niður á bryggju ......

www.zordis.com, 19.2.2007 kl. 09:36

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ója, seggðu nú bara. Fékkstu ekki massadóna í dorginu? Og manstu sérstöku bræðslulyktina þegar hafði verið þoka, rakt og stillt?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.2.2007 kl. 18:32

3 Smámynd: www.zordis.com

Veiðkona í eðlinu ..... man eftir lyktinni af bræðslufötnunum hans pabba ...  Algjört hroð fyrir lyktargáttirnar ..........  Mig langar að verða lítil aftur, sprikla með lækjarsprænunni við húsið hennar Oddnýjar frænku .... taka upp bullur með rekunni hans Sigga frænda ......  en, svo er maður þakklátur fyrir þetta allt því án þess væri maður ekki hér, eða hvað?

www.zordis.com, 20.2.2007 kl. 08:31

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

 akkútat!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.2.2007 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband