Arnbjörg og góður dagur

Arnbjörg og góður dagur

Ég er búin að vera með lykt af kjöti í karrýi í allan dag í nefinu.Hlýtur að vera lyktlæg ofskynjun.Maður getur hugsað sér verri ofskynjanir. Dagurinn er búinn að vera yndislegur.Keypti mér guðdómlega kápu og labbaði úti í besta veðri vetrarins.Fékk svo heimsókn af minni ástkæru frænku, Arnbjörgu Hlíf, og naut nálægðar hennar og félagsskapar megnið af deginum. Eins og þetta allt vær nú ekki nóg, vann þá ekki bara lagið okkar með Eiríki Haukssyni í forkeppni Eurovision í kvöld.  Semsé góður dagur og fuglarnir sungu á voginum í kvöld.

Bráðum fer að vora.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga.   Þá er gaman að trítla um tún og tölta á engi, einkum fyrir unga drengi.    Folöldin þá fara á sprett og fuglinn syngur, og kýrnar leika við kvurn sinn fingur. Guðdómleg kápa....er það svona hökull??

Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2007 kl. 03:33

2 Smámynd: www.zordis.com

Létt og fallegt sinni er í litlu konunni minni (þú) Frábærir svona góðir dagar!  Maður ætti að kaupa sér kápu á hverjum degi (hux).  Í dag steikir sólin á mér axlirnar á meðan á berst fyrir ofbirtu tölvuskjásins og er að spá að setjast út á tröppur og ná mér í vítamín í húðina!  Vorið er sannarlega búið að tylla sér við hlið mér.  Vorið og ég = vinkonur ....

www.zordis.com, 18.2.2007 kl. 09:34

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, hökull.......geistleg kápa. - Vildi´eg væri að steikja á mér axlirnar líka......Hamskipti eru holl, andleg og líkamleg....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.2.2007 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband