Laugardagur, 10.2.2007
Ha?
Það er einkennilegt að :
Himinninn sé blár
Veðrið sé margbreytilegt
Mamma manns sé mikilvægust
Heimurinn sé hverfull
Íslands sé best
Vinnan sé manninum nauðsynleg
Músíkk sé nauðsynleg til að lifa af
Maðurinn sé sífellt að verja tilveru sína
Maðurinn eigi erfitt með að verja tilveru sína
Lífi sé þannig að fólk telji sig knúið til að verja þáttöku sína í því
Vegnaþessað :
Hver bað um að fæðast? Hver bað um lífið? Hver bað um að þetta væri eins og það væri?
Hver bað um eigin ófullkomleika?
Hver bað um hvað?
Hvað er?
Hvað er hvers?
Hvað er líf?
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Til allrar hamingju höfum við nú ekki öll völd í höndum okkar í þessari tilveru.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.2.2007 kl. 00:17
Einmitt, við höfum sama sem engin völd. Við getum ráðið viðhorfi okkar og notað þá dómgreind sem eitthvað gaf okkur til að taka næsta skref..... - Takk, Guðmundur. Og Jóna Ingibjörg, eg vildi að ég hefði verið með þér þarna. Það er eitt af því sem hjálpar manni og öllum öðrum, að reyna að komast aðeins nærri lausninni á þessari undarlegu tilveru, sem manni er kippt inní , án þess að maður (hver svo sem maður er...) hafi haft nokkuð um það segja, og til hvers maður tekur þátt í henni og hvað maður getur best gert úr sitúasjóninni! Lífið er tímabundin ráðstöfun, hver svo sem hefur gert hana að veruleika....Eða hvussu hvums?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.2.2007 kl. 00:53
Takk fyrir hlýleg orð á blogginu mínu Guðný mín. Ég sakna þess að þú skulir ekki hafa gestabók á síðunni þinni. Geturðu sett Andrea Bochelli lagið inn á síðuna þína? Það er möguleiki á að setja upp spilara þar, en smá tilfæringar að taka lagið af diskinum og breyta því í mp3, svo það sé hægt að hlaða því inn.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.2.2007 kl. 01:51
Kæri GJ! Eins og fyrr er sagt, ég er svo innilega vankunnandi, að ég get ekki einusinni tileinkað mér þessar leiðbeiningar...guðséossnæstur. Reyni á morgun, þá kemur nýr dagur með nýjum lærdómstækifræum....! Eða kannski lærdómstækifærum....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.2.2007 kl. 03:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.