(ó)dulin kvenfyrirlitning

Mikið lifandis skelfing þoli ég illa svona fádæma heimskulegt raus. Hilary er einfaldlega frábær stjórnmálamaður, hugsuður, framfarasinni, jafnréttissinni (að svo miklu leyti sem það hugtak getur gilt í vestrænum hugsanaheimi....) og baráttukona, sama hvort hún gengur í undirfötum frá Leyndarmálum Viktoríu, buxum frá Bosníu eða pilsi frá Portúgal. WHO CARES?
mbl.is Donatella vill koma Rodham Clinton úr buxunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ertu eitthvað biluð? Kona í buxum getur ekki hugsað. Sjáðu bara alla karlstjórnmálamennina sem hugsa ekki. Ástæðan???

Jú auðvitað buxurnar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.2.2007 kl. 15:20

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Auðvitað, hvernig gat ég verið svona vitlaus?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 15:21

3 Smámynd: Snorri Bergz

En hvað heitir það þá, þegar karlmenn vilja koma konum úr buxunum? Varla er það kvenfyrirlitning líka?

Snorri Bergz, 10.2.2007 kl. 15:48

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Einhver (nógu leiðinlegur) myndir kalla það þörf fyrir eðlilegt viðhald stofnsins....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 15:55

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér finnst orðalagið á fréttinni, alla vega fyrirsögnin, lýsa fyrirlitningu! Ég man ekki eftir svona dónaskap gagnvart karlmanni. Sé ekki fyrir mér að stjórnmálamaður (karl) með bleikt bindi fengi fyrirsögnina: Tískulöggan vill ná af honum dömubindinu! Hmmm, bara svona dæmi!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.2.2007 kl. 20:36

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Dömubindi...hahahaha......

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 22:10

7 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Þetta er alveg dæmigert. Ef kona er í stjórnmálum þá fer meira púður í að skoða klæðaburð, skartgripi, förðun í stað þess að hlusta á hvað hún hefur að segja og hver eru hennar baráttumál-það er pottþétt ekki baráttumál að vera í pilsi frá Versace eða guð má vita hvað...

Kristbjörg Þórisdóttir, 10.2.2007 kl. 23:29

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Nákvæmlega Kidda! Þolir maður þetta endalaust? Ég held ekki. Hinsvegar er það sennilega algerlega átoffókus að láta þetta verða til þess að manni renni í skap. En þegar maður er eldri en tuttugufimm (alveg að verða 26) og kona, þá getur manni auðveldlega runnið í raun svona nokkuð....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband