Tammtatamm

Það var einhvern veginn svona: Kolbrún Erla Jarþrúður Snæhólm Loftsdóttir segir veðurfréttir. Suðsuðaustan fimm, frost ferlegt, gráð. Stef frá Helvíti. Nú verða sagðar fréttir: Asni valt á hliðina á vegi við Lúsekstan, rétt norðan við landamæri Selektívu.  Engan sakaði nema asnann, sem dó. Talsmaður Kassana í Kessnaman bað Tassana í Beskistan að hætta öllu ofbeldi strax. Hann kvað móður sína hafa tjáð honum að þetta endaði með því að einhver yrði drepinn, eða allavega meiddur. Álverið í Sundamagafirði á Kotmjónuskaga tilkynnti afkomuspá í dag. Hún er leyndarmál. Og svo komu jánarfréttir og darðarfarir.  Ætti ekki að vera stef frá Himnaríki við þær?

Ég læstist inní bílahúsi í dag. Don´t ask why and how.  Það var skrýtin tilfinning að vera þarna einn og eiga bara krónur (frá því um 1960) og nokkra tíkalla og geta ekki notað plastkort né heldur skipt þiðsundköllum í löggilta hundraðkalla.  Áður en ég varð innilyxa og sá fram á að enda ævina þarna (og ekki einusinni með bjórbirgðir í skottinu) þurfti ég aðstoð úr þjónustuíbúðum aldraðra við að komast inní bílahúsið. Það var nú ævintýri út af fyrir sig. Ég gekk á milli inngangs a, b og c, og gott ef ekki fleiri stafa, endasentist endanna á milli, en ekkert lífsmark. Það var ekki fyrr en mér hugkvæmdist að hringja í vinkonur mínar í 118 og fá símanúmerið hjá öryggisverðinum að ég komst í lífrænt samband. En smekkfólk er það sem býr í þessum blokkum. Á einni nafnatöflunni sá ég t.d. að flestir íbúarnir voru með ættarnöfn: Brink, Beck, Sundby, Scheving og svo videre. Ekki samt Jensen. Svona á þetta að vera. Raða bara í stigaganga eftir nöfnum. Eftir að einkadóttirnin bjargaði móður sinni frá yfirvofandi dauða í bílageymslu, fór sama móðir á bensístöð til að hafa eldsneyti til Keflavíkur á morgun.  Hvað gat þá annað gerzt en það að hún fékk benzín í Mokkakápuna (sem kostar nokkur kápuverð að hreinsa) og rann á bleytu fyrir framan inngöngudyrina (eins og Bibba sagði) - á konunglegan afturendann. Til að þetta væri allt fullkomið ákvað ég að brjóta enn eitt blað og fá mér pylsu með rækjusallati. Hugsaði að það gæti ekki verið verra en selshreifarnir á Grænlandi. Til að kóróna galskabet, fékk ég mér chilisósu á alltsaman og tróð þessu svo inná milli glossaðra varanna. Hvar ég nú stóð þarna í Mokkakápu með benzínfari og blautan afturenda (sem sást ekki fyrir téðri kápu), öll útmökuð í rækjusallati og chilisósu, hringdi síminn í vasanum og rödd sagði: "Er þetta í Sálfræðimiðstöðinni?" En ekki fyrr en ég opnaði símann og missti við það rækjuskreytta pylsuna, laukinn og chilisoósuna. Sumt á kápuna, sumt á borðið á benzínstöðunni, sumt á skóna. Það er dáldið skrýtin lykt í fatahenginu hjá mér núna. IMG_2227


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í mér bærist fól !!

Þess vegna hló ég af sögu þinni sem er ekki hlægileg fyrir þá sem í lenda.  Ein ráðlegging.........  Ekki dæla bensíni sjálf.  Það gera ekki drottningar og þrátt fyrir að þurfa að borga smáaura fyrir þjónustuna  sparar maður í fatahreinsun í staðinn

Þóroddur (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 00:12

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég bara hlæog sé þetta vel fyrir mér. Ég er komin með svefngalsa eða að dreyma. Veit ekki hvort. Þarf ég að panta tíma?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.2.2007 kl. 00:49

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir alveg drepfyndinn pistil! Það er sem ég segi: Suma dagá á maður bara að vera heima undir sæng;  slökkva á útvarpinu og sleppa fréttum um önd sem sökk undan ströndum  Godknowswherean.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2007 kl. 07:24

4 Smámynd: SigrúnSveitó

hahaha, já sumir eru heppnari en aðrir...en minna heppnir...bráðfyndið alveg...hefði viljað sjá þig detta (maðurinn minn segir að ég sé skepna...flott beljumynd...)

SigrúnSveitó, 9.2.2007 kl. 08:18

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Dásamleg saga! Frábært hugmyndaflug.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.2.2007 kl. 08:55

6 identicon

Loksins loksins.....nú kannast ég við mína. Þú ert sennilega í nokkuð góðu standi núna.

Kveðja Gunna.

Guðrún Þórðardóttir (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 13:02

7 Smámynd: www.zordis.com

Sökum sjúkleika sé ég þessa pylsu í hyllingum! 

Agalegt að lenda í svona    Reynslunni ríkari miðlar þúsundfallt!  Mæli með að dæla ekki sjálfur, drottningar gera sumt og annað ekki.  Samt flest allt!

www.zordis.com, 9.2.2007 kl. 14:55

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Skemmtileg færsla hjá þér. Sé þig í anda detta á rassinn En mundu það næst þegar þú ert uppáklædd að, dæla ekki bensini sjálf, fá þér ekki pylsu með rækjusalati og chilisósu, (þó þær séu ógeðslega góðar ).
Og ekki undir nokkrum kringumstæðum svara í gemsann meðan þú ert enn þá að borða pylsuna.

Svava frá Strandbergi , 9.2.2007 kl. 16:29

9 identicon

Mínir kæru sambloggarar, Þóroddur og Gunna! Ég bara dæli alltaf sjálf og held að ég myndi gera það þó ég væri í skautbúningi með fald og allt...Ætla samt að hugsa mig um tvisvar næst.......!

GAA (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 22:15

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sjáiði bara, bað ekki bloggið bara sísona um netfangið mitt og neitaði að setja inn athugasemdina nema að ég gæfi það upp...er þetta eðlilegt, gurrí? og hvað með rammana og snyrtilegheitin sem eru á kommentakerfinu þínu...hjálp!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2007 kl. 22:16

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Varstu innskráð?

Ég hef reyndar lent í því að mega ekki blogga á eigin bloggsíðu, hef þá bara farið til baka og reynt aftur.

Nú er allt voða snyrtilegt og flott í fínum römmum

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.2.2007 kl. 00:22

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Jamm, ekki satt? Nei, auðvitað var sökin mín, hafði gleymt að innskrá mig. Vissara að nöldra og grenja, hafandi svo bara gert augljós mistök. En mér finnst alltaf dáldið vænt um mistökin mín, þau eru lífsmark, þau merkja að maður er að gera eitthvað, reyna....ekki satt? Var í samræðum fyrr í kvöld um þetta annarstaðar á blogginu!

Nú nær obsessjónin yfirhöndinni: Sko, í færslu 10: Ætlaði að segja: Mínir kæru sambloggarar, þ.e. þeir sem eru innskráðir á Moggablogg og svo hinir, þ.e. Þóroddur og gunna!

Það veit enginn betur en ég hvað svona perfesjónistar eru óþolandi.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband