Miðvikudagur, 7.2.2007
Afmæli WH Auden
TWO SONGS FOR HEDLI ANDERSON
in
Selected Poems of W.H. Auden
by W. H. Auden
Vintage
I
Stop all the clocks, cut off the telephone,
Prevent the dog from barking with a juicy bone,
Silence the pianos and with muffled drum
Bring out the coffin, let the mourners come.
Let aeroplanes circle moaning overhead
Scribbling on the sky the message He Is Dead,
Put crêpe bows round the white necks of the public
doves,
Let the traffic policemen wear black cotton gloves.
He was my North, my South, my East and West,
My working week and my Sunday rest,
My noon, my midnight, my talk, my song;
I thought that love would last for ever: I was wrong.
The stars are not wanted now: put out every one;
Pack up the moon and dismantle the sun;
Pour away the ocean and sweep up the wood.
For nothing now can ever come to any good.
II
O the valley in the summer where I and my John
Beside the deep river would walk on and on
While the flowers at our feet and the birds up above
Argued so sweetly on reciprocal love,
And I leaned on his shoulder; 'O Johnny, let's play':
But he frowned like thunder and he went away.
O that Friday near Christmas as I well recall
When we went to the Charity Matinee Ball,
The floor was so smooth and the band was so loud
And Johnny so handsome I felt so proud;
'Squeeze me tighter, dear Johnny, let's dance till it's day':
But he frowned like thunder and he went away.
Shall I ever forget at the Grand Opera
When music poured out of each wonderful star?
Diamonds and pearls they hung dazzling down
Over each silver and golden silk gown;
'O John I'm in heaven,' I whispered to say:
But he frowned like thunder and he went away.
O but he was fair as a garden in flower,
As slender and tall as the great Eiffel Tower,
When the waltz throbbed out on the long promenade
O his eyes and his smile they went straight to my heart;
'O marry me, Johnny, I'll love and obey':
But he frowned like thunder and he went away.
O last night I dreamed of you, Johnny, my lover,
You'd the sun on one arm and the moon on the other,
The sea it was blue and the grass it was green,
Every star rattled a round tambourine;
Ten thousand miles deep in a pit there I lay:
But you frowned like thunder and you went away.
Yfir þessu ljóði hef ég grátið einu sinni og grátið tvisvar. Ég gerði tilraunir til að hafa uppi á íslenskri þýðingu þess þegar ég í vanmætti mínum skrifaði minningargrein um ástkæra vinkonu mína, Rúnu, árið 1994, þá stödd í USA. Hvað ég grét. Sumt rímar svo vel við sorg manns.
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Oh hvað þetta er fallegt!
Kristbjörg Þórisdóttir, 8.2.2007 kl. 00:05
Ég kann fyrri partinn utan að, sem varð svo frægur í Four Weddings and a Funeral. Finnst ætíð síðan að það eigi að flytja þetta með skoskum hreim. Seinnipartinum er skeytt þarna við, en er ekki hluti af þessu ljóði, enda annað form, annar tími, og allt önnur stemmning. Eiginlega kómískt kvæði.
Þar er hann að tala um ást í meinum. Johnny blessaður vildi greinilega bara platónst samband og setti á sig snúð þegar Auden hafði annað í hyggju. Svolítið skondið kvæði um ástina, sem ekki er að fullu endurgoldin.
Það kvæði, sem mér finnst best lýsa söknuði og sorg í íslensku máli er kvæði Laxness: Frændi þegar fiðlan þegir. Læt það fljóta með hér:
Frændi, þegar fiðlan þegir,
fuglinn krýpur lágt að skjóli,
þegar kaldir vetrarvegir
villa sýn á borg og hóli,
sé ég oft í óskahöllum,
ilmanskógum betri landa,
ljúflíng minn sem ofar öllum
íslendíngum kunni að standa,
hann sem eitt sinn undi hjá mér
einsog tónn á fiðlustreingnum,
eilíft honum fylgja frá mér
friðarkveðjur brottu geingnum.
Þó að brotni þorn í sylgju,
þó að hrökkvi fiðlustreingur,
eg hef sæmt hann einni fylgju:
óskum mínum hvar hann geingur.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.2.2007 kl. 01:24
Fyrra ljóðið er undursamlegt og svo skiljanlegt öllum sem hafa misst einhvern. Hvernig getur heimurinn haldið áfram og stjörnur skinið eins og ekki hafi neitt gerst.
Takk fyrir góða sendingu fyrir svefninn
Þóroddur (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 02:24
Mikið er þetta fallegur texti.
Til hamingju með bloggið þitt. Mjog fínt hjá þér.
Ég er sjálf að setja upp síðu í fyrsta skipti og það er ekki svo auðvelt. Ef þú vilt þá geturðu séð hana á http://bestla-erla.blogspot.com
Hafðu það gott á þessum fimmtudegi elsku Guðný Anna.
Þín Erla í Vín
Erla Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 06:33
Mikið er þetta fallegur texti.
Til hamingju með bloggið þitt. Mjog fínt hjá þér.
Ég er sjálf að setja upp síðu í fyrsta skipti og það er ekki svo auðvelt. Ef þú vilt þá geturðu séð hana á http://bestla-erla.blogspot.com
Hafðu það gott á þessum fimmtudegi elsku Guðný Anna.
Þín Erla í Vín
Erla Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 06:34
þetta eru yndisleg ljóð, bæði það sem þú birtir Guðný Anna og líka það sem Jón Steinar bætti við.
Svava frá Strandbergi , 8.2.2007 kl. 18:32
Yndislegt ....
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.2.2007 kl. 19:48
Guð, hvað þið eruð skemmtileg. Það er gaman á Moggabloggi, hvað sem vinir mínir á hinu blogginu segja. - Jón Ragnar, þetta er eitt af yndislegustu ljóðum Laxness, takk innilega. - Þóroddur, vissi ekki að þú kíktir hingað, en auðvitað gerirðu það, takk fyrir innlitið!! - Erla perla, vissi að þú færir einn góðan veðurdag að blogga. Flott síðan þín, eitthvað svo í stíl við þig. Gaman að heyra frá ykkur Guðný Svava, Gurrí blogggúru og Jóna Ingibjörg!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.2.2007 kl. 23:01
--- og auðvitað, Kidda mín, takk fyrir innlitið!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.2.2007 kl. 23:02
ég Elska falleg ljóð.
Takk takk...
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.2.2007 kl. 23:11
Þú þarna sæta!
Held að fínu rammarnir utan um kommentin á síðunni minni tengist því umhverfi sem ég valdi, haust, minnir mig. Engin svona fín epli efst hjá mér ... en heldur ekki klesstir kommentavinir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.2.2007 kl. 23:55
Tek bloggvini fram yfir epli! Búin að breyta, þökk sé frábærum blogggúru mínum !
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.