Mánudagur, 26.7.2010
Saga úr reykvískum sunnudegi
Kona situr í sætu sunnudagslegu sakleysi rétt innan við gluggann á Eymundssson á Skólvörðustíg. Hún stundar uppáhaldsiðju sína, drekka kaffi og lesa áfergjulega helgarblöðin - og borða feita kleinu.
Hún veit ekki fyrr til en að henni vindur sér maður með blaðsnepil í hendi og hendir örsnöggt á borðið hennar. Hún er eitthvað týnd í heiminum, því hún registrerar atburðinn ekki á sálarprikið um leið og hann gerist.
Þegar hún áttar sig, lítur hún á snepilinn. Þar stendur sisona:
" Les við gluggann,
brott rekur skuggann,
sólskin í hennar heiði,
hamingjan hana leiði."
Maðurinn var á bak og burt.
Konan vill koma á framfæri þökkum til þessa velviljaða manns.

Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
En sætt af honum. .....og svo satt :)
Hrönn Sigurðardóttir, 29.7.2010 kl. 20:04
En fallegt og skemmtilegt ad thessi madur skyldi yrkja til thin ljod. Eiginlega bara dalitid romantiskt.
Thad eru svona uppakomur sem gledja hjartad.
koss til thin.
Erla
Erla (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.